mánudagur, desember 13, 2004

ég vil byrja á að lýsa því yfir hversu mikið kyntröll jón ká er.
það gefur lífi mínu tilgang að fá að vera á hall of fame listanum hans yfir bloggara.
jón ég er þér eilíflega þakklát því þú hefur fyllt líf mitt gleði.
það er einnig mjög skondið að ef maður segir "jón kyntröll" á sama hátt og "jónki tröll" er sungið þá hljómar það alveg eins og "jónki tröll". lagið sko. æji vitiði ekki?

(kemst ég hærra?)

já nú eru fimm tímar í íslenskuprófið mitt. ég er ekki búin með efnið.
ég á ömurlega erfitt með að lesa allt sem ég á að lesa.
dæmi:
ég las þriðjung efnisins sem var til heimspekiprófsins fyrir prófið - einungis vegna einbeitingarleysis og nennuskorti (öðru nafni leti).
þegar ég kom heim úr prófinu og ætlaði að hefja lestur í öðru fagi fyrir annað próf, las ég helling í heimspeki.
þá var heimspekibókin allt í einu orðin fáránlega áhugaverð.

þessi íslenska sem ég er að lesa - lærdómsöld, upplýsing, rómantík og raunsæi - er mjög áhugaverð. en af því að ég á að lesa þetta efni til prófs þá finnst mér þessi lesning sú leiðinlegasta í öllum heiminum.
það sem ég er búin að læra:
hallgrímur pétursson var viðhald tyrkja-guddu og þau framleiddu barn.
heppnin var með þeim og maður guddu dó áður en barnið fæddist svo að þau sluppu við hórdómssök.

hahhaa. þetta er besta saga í heimi. hahaha.

jæja. ég ætla að fara að fræðast um upplýsinguna - ú húhú <- fræðast um upplýsinguna. upplýsingin er fræðsla. húhú. fræðast um fræðslu.

lagið: bob marley - redemption song
vá svo ljúft lag. vá.

ok geegt. gúddbæj.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008