fimmtudagur, desember 02, 2004

ég er orðin tussuþreytt á að vera svona svöl eins og ég er.
nei þetta var grín - mér datt þetta bara í hug af því það var eitthvað svo hörkulegt að segja tussuþreytt.

ég er bara þreytt á því að finna veikindabragð af öllu sem ég borða og veikindalykt af öllu sem ég anda að mér og kulda hvar sem ég er já og svo framvegis.

ég er að pælí að taka út þetta kommentakerfi og þennan teljara. ég er að missa sjónir af rétta markmiði bloggsins.

ég er búin komast að því að meðaltal síðuskoðunar er 36.1 á dag.
síðan að þessi teljari kom þá er ég alltaf að keppa við sjálfa mig. hugsa með mér "ú hver ætli talan sé núna?" og kíki svo.
það sökkar. og er asnalegt.
ég er hætt því.

einu sinni var ég með sjúka bloggþörf og bloggaði svona tvisvar á dag að meðaltali - en eftir komu kommentakerfisins þá bíð ég með að blogga - þrátt fyrir tjáningarþörf - af því að ég vil fá fleiri komment á síðustu færslu áður en ég skrifa meira.
það er sökkar. mig langar bara að vera fyndin í friði án áreitis pressu þess að fá sem flest komment. andskotinn.

teljarinn fékk því að lifa akkúrat í viku (alveg akkúrat í alvöru! því það er akkúrat vika síðan ég setti hann inn - sem eru sjö dagar) - því hér með er hann dáinn.

nú tekur bloggbrjálæði stefaníu aftur við.

okeyjbæjeðakegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008