föstudagur, desember 03, 2004

ég held að það sé ekki til meira magn af neinu í heiminum heldur en eirðarleysi mínu, kaffidrykkju og bloggfærslum í prófatíð.
ég held að ég hugsi aldrei jafn mikið um daginn og veginn og í prófatíð.
ég held að ég viti aldrei meira um nágranna mína en í prófatíð.
ég held að ég sofi aldrei minna en í prófatíð (jú).
ég held að ég færi aldrei inn jafn tilgangslaus blogg og í prófatíð.
ég held að ég geri aldrei jafn tilgangslausar breytingar á umhverfi mínu og í prófatíð.
ég held að ég geri aldrei jafn tilgangslausa hluti og í prófatíð.
ég held að ég geri aldrei minna en í prófatíð.*
ég held að ég skrifi aldrei "ég held" jafn oft og í prófatíð.
ég held að ég sé í prófatíð.

*vegna þess að ég neita mér um alls kyns boð til skemmtunar, en samt sit ég heima og geri ekkert - nú eða blogga.

"lásinn er inn-út-inn-inn-út. kannast einhver við þaaaaað?"
-dúddi

jæja. verið sæl að sinni (í svona korter eða svo).

-stefanía lærdóma (með stóru elli því það er nýja nafnið mitt - en það er vitað mál að ég skrifa aldrei stóra stafi í þeim tilgangi að merkja orð sem sérnöfn eða upphaf setningar á þessu bloggi og því verða stórir stafir að merkjast í sviga fyrir aftan orðin - ef svo liggur við).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008