laugardagur, desember 18, 2004

jó thugs.

oj ömurleg byrjun hjá ömurlegu engu.

ég er að læra á gítar haha. gjiðvegt.

það sem ég undraðist mest í sambandi við það, er að enginn skuli tala um sársaukann sem fylgir því að spila á gítar. um leið og ég byrjaði að spila og fann fyrir þessu, þá ræddi ég málið við fólk í kringum mig. þá kom í ljós að auðvitað kannast allir við þetta sem hafa spilað á gítar að ráði, en áður en ég byrjaði að spila þá hafði ég bara aldrei heyrt um þetta. sem mér finnst alveg ótrúlega skrýtið þar sem það eru nú ekki fáir sem spila á gítar í kringum mig og þetta er ekki lítið vont!

ég skal lýsa þessari tilfinningu:
þegar maður kemur við eitthvað með fingrunum sem maður er helaumur í eftir spileríið, þá er allt viðkomu eins og þegar maður kemur við eitthvað með tungunni, eftir að hafa brennt sig á henni.
skiljanlegt?

ojbara það er reykíngalykt af hárinu mínu. skemmtistaðareykíngalykt.
reykíngalykt er ógeðsleg. ekki samt lyktin þegar það er nýbúið að kveikja
í sígarettu eða einhver er að reykja sígarettu - sú lykt er mjög góð - heldur lyktin sem kemur í föt og hár og fleira í kjölfar sígarettureykínga.

ætli einhver sé að velta fyrir sér hvort ég þekki ekki -ng og -nk regluna af því að ég geri í á undan þessum hljóðasamsetningum?
maður spyr sig.

ef einhver er að velta þessu fyrir sér þá er svarið: jú, ég þekki hana. ég er bara að stæla halldór lagsness.
nei - en hann gerði þetta samt og að vissu leyti er ég að herma, en það er samt ekki tilgangurinn.
mér finnst bara skemmtilegra að skrifa orðin svona. það setur svip(u (haha)) á þau.
dæmi: púngur, (reykvík)íngur, klínk, línkur, kóngur (grín, kóngur er rétt), klámhundur (grín, það er ekkert ng/nk í klámhundur), ofn (grín, það er ekkert ng/nk í ofn), ég nenni ekki meiru (grín, það er ekkert ng/nk í ég nenni ekki meiru (grín, þetta var ekkert upptalníng, þetta var ég að segja að ég nennti ekki meiri upptalníngu)).

ég hlakka svo mikið til að fara til akureyrar og hitta allar ástirnar í lífinu mínu.

hvort á ég að vera hjá pabba eða mömmu um jólin?
þessi spurníng er að drepa mig núna. ég get ekki alveg ákveðið mig.
ó væri lífið ekki einfaldara ef maður væri ekki sjálfráða?
NEI! fokkínghellsjittfokkhell. ég er mjög sátt sjálfráðníngu.

það þykir betri og formlegri enska að setja sem flest í form nafnorða.
það þykir betri og formlegri íslenska að setja sem flest í form orðasamsetnínga.
<- nú eruð þið fróðari um háttalag ensku og íslensku.
kannski ekki samt því kannski vissuð þið þetta.

jæja góða nótt.
ég vildi að þetta hefði ekki verið svona ömurleg færsla.
en svona er lífið krakkar. einmitt SVONA. <- þetta minnir mig á stefán því einu sinni sátum við saman í strætó og ég sagði "svona er lífið" og þá sagði hann "já svona, akkúrat svona eins og þessi hérna blettur" og benti á blett sem var á stönginni fyrir framan sætið okkar í strætó. það var mjög fyndið. ég er viss um að ég reyndi að vera fyndin á móti en tókst það ekki. ég man það samt ekki.

ókeyjbæjeðakegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008