Gærdagurinn var ótrúlega ljúfur. Ég eyddi meirihluta hans í að undirbúa mat eða færa öðrum hann. Byrjaði á ótrúlega þægilegum þriggja tíma vinnudegi með Jónasi og Sonju. Við vorum öll svo hress og kát að vinnan var svaka skemmtó - eins og hún er auðvitað alltaf samt you know.
Eftir vinnu fór ég strax að huga að matarklúbbnum Adios sem var haldinn heima hjá mér í gærkvöldi. Ég lagði kjúklingabringur í hunangs- og sítrónulög, bakaði dýrindis franska súkkulaðiköku, bjó til hollt og ótrúlega gott salad, skellti svo kjúllanum í ofninn og við átum allt saman. Mmm. Matseldin tók langan tíma en ómakið var þess virði.
Því miður var engin myndataka frá kvöldinu, eins sætar og við vorum!
Vegna gærdagsins ætla ég ekki að gera neitt í dag nema glápa á sjónvarpið og drekka trönuberjasafa. Það versta við þetta plan er að það er ekki neitt skemmtilegt í sjónvarpinu í dag og ég hef ekkert annað til að glápa á. Motherhellfokk. Uss ég sagði þetta ekki.
Það er margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Það kvöld var próflokadjamm. Daginn eftir fékk ég einkunnirnar mínar. Daginn eftir það kom Harpa litla systir mín til mín. Hún er sætust í öllum heiminum og ég er mynd því til sönnunnar:
Vá hún er svo hress. Við fórum í Kjarnaskóg að skemmta okkur konunglega, borðuðum túnfisksamlokur og hittum lögguna - það virðist sem fleiri séu á ferli í Kjarna kl. 12 á hádegi á föstudegi heldur en svona saklausar stelpur eins og við Harpa. Við fórum líka í ræktina, ég pískaði henni samt ekki út, hún fékk að vera i barnalandinu.
Ég sakna hennar strax. Börn eru óendanlega gefandi. Hún er líka svo þægilegt barn. Bros.
Næsta færsla verður um framhaldsþætti sem koma á óvart og fólk sem svíkur annað fólk. Stay tuned.
Já og er að fara að setja inn myndirnar. Like now baby.
Alltílagibless.
mánudagur, janúar 23, 2006
Titill?
Haha. Hver heitir Bob Loblaw!? Það er ógeðslega fyndið nafn.
Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag. Eftir það var veisla skipulögð úti í sveit veij.
Ég er kjánalega þreytt, svaf sjáið til, aðeins í um klukkustund eða tvær (held ég ? ef ég sofnaði þá eitthvað (stundum er maður ekki viss hvort maður hafi sofnað ? sérstaklega ef maður er að lesa fyrir próf liggjandi í stofusófanum)). Þrátt fyrir það kom ég útúr prófinu hressari en eitursnákur. Ég var komin á varaorkuna (það var Reginn sem kenndi mér merkingu þessa orðs á einhverjum vökunætrum okkar í thekúlpíboltsjill).
Svo lagðist ég uppí rúm og þreytan var ekki lengi að hellast yfir mig, sérstaklega eftir að ég byrjaði lestur á formála Meistarans og Margarítu. En leiðinlegur formáli.
Einn, tveir og langþráður svefn, þó ekki lengri en þrír klukkutímar. Fullt af slefi með þessum svefn.
Það er svo óþægilegt þegar maður vaknar, ákveður samt að sofa lengur en er búinn að slefa út koddann sinn. Það krefst þess að finna þurran blett á koddanum, breyta jafnvel um stellingu og fleira, sem veldur því að maður er jafnvel orðin glaðvakandi.
Nú er ég vöknuð og ætla að fara að gera mig klára fyrir Outer-Wike. Allir memm og allir að borga Ara aleiguna sína og rúmlega það (eins og ég).
Samúð mína fá þeir sem eiga enn einhver próf eftir.
Einkunnir inn á morgun. Gleði. Vonandi gengur mér a.m.k. eins vel og ég hélt, helst betur.
Pirringur dagsins: Hvert hverfa peningar? Gleypir jörðin þá bara? Helvítis.
Lag prófatíðarinnar og lengi eftir það: Joanna Newsome ? This Side of the Blue.
Er að spá í að láta mynd fylgja, uppá gamnið.
Ég ætla að vera svona hress í kvöld. Ohræt giggidí giggidí giggidí! (eins og Quagmire segði það).
Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag. Eftir það var veisla skipulögð úti í sveit veij.
Ég er kjánalega þreytt, svaf sjáið til, aðeins í um klukkustund eða tvær (held ég ? ef ég sofnaði þá eitthvað (stundum er maður ekki viss hvort maður hafi sofnað ? sérstaklega ef maður er að lesa fyrir próf liggjandi í stofusófanum)). Þrátt fyrir það kom ég útúr prófinu hressari en eitursnákur. Ég var komin á varaorkuna (það var Reginn sem kenndi mér merkingu þessa orðs á einhverjum vökunætrum okkar í thekúlpíboltsjill).
Svo lagðist ég uppí rúm og þreytan var ekki lengi að hellast yfir mig, sérstaklega eftir að ég byrjaði lestur á formála Meistarans og Margarítu. En leiðinlegur formáli.
Einn, tveir og langþráður svefn, þó ekki lengri en þrír klukkutímar. Fullt af slefi með þessum svefn.
Það er svo óþægilegt þegar maður vaknar, ákveður samt að sofa lengur en er búinn að slefa út koddann sinn. Það krefst þess að finna þurran blett á koddanum, breyta jafnvel um stellingu og fleira, sem veldur því að maður er jafnvel orðin glaðvakandi.
Nú er ég vöknuð og ætla að fara að gera mig klára fyrir Outer-Wike. Allir memm og allir að borga Ara aleiguna sína og rúmlega það (eins og ég).
Samúð mína fá þeir sem eiga enn einhver próf eftir.
Einkunnir inn á morgun. Gleði. Vonandi gengur mér a.m.k. eins vel og ég hélt, helst betur.
Pirringur dagsins: Hvert hverfa peningar? Gleypir jörðin þá bara? Helvítis.
Lag prófatíðarinnar og lengi eftir það: Joanna Newsome ? This Side of the Blue.
Er að spá í að láta mynd fylgja, uppá gamnið.
Ég ætla að vera svona hress í kvöld. Ohræt giggidí giggidí giggidí! (eins og Quagmire segði það).
miðvikudagur, janúar 18, 2006
já góðir lesendur. ég tók línurnar í burtu í nokkra daga til að þið gætuð hjálpað mér að ákveða hvort ég á að hafa borders eða ekki. thank you very much.
já og þið sem kunnið eitthvað á þetta, af hverju er archives hjá mér ennþá grátt? síðast þegar ég breytti litnum á blogginu mínu þá lagaðist það sjálfkrafa eftir smátíma.
grái liturinn er #999999 og ég óska eftir fólki í að finna út hvert vandamálið er. ég finn hvergi gráa litinn í html-kóðanum. you try.
oj nördið ég. er ekki töff að vera nörd annars? ég er líka að blogga svo mikið um útlitið á síðunni minni að ég veit ekki lengur hvað ég heiti. nú skal ég hætta því.
eftir þetta:
nei grín.
nú á ég tvö af sex prófum eftir. landafræði á föstudaginn og sálfræði á mánudaginn. lalala. ég er svakaleg í sjálfsaganum. einhver verður að kenna mér sjálfsagann til þess að setjast niður og læra. ég á erfitt með það.
vá ég er svo ógeðslega svöng að ég veit ekki heldur hvað ég heiti útaf því. ég er að fara að borða soðnar kjötbollur með káli og kartöflustöppu. mmmmm. ómar var svo duglegur að elda í kvöld :) krúttrassgatið ha.
ég skal sko segja ykkur það að erfiðasta ákvörðunin mín á hverjum einasta degi er að ákveða hvað er í matinn! ég þoooli ekki að ákveða hvað ég á að borða í kvöldmat. vá það er svo erfitt. do you feel my pain? anyone? það er svo leiðinlegt að ákveða hvað maður á að borða þegar allt sem manni dettur í hug tekur a.m.k. 40 mínútur. kannski ekki allt, en flest. það þarf að hafa fyrir flestum mat. nema pantaðri pizzu (sem fyrir vikið kostar þá mikla fjármuni), pylsum og samlokum. mig langar nánast aldrei í samloku - komin með smá ógeð af brauði - og ég er alveg að fá ógeð af pylsum. fæ náttúrulega aldrei ógeð af greifapizzum. greifinn is the place to be krakkar.
jæja, ég kveð í bili.
vil fá álit á blogginu á borders ef þið vilduð vera svo væn :) ossotakkogbless.
já og þið sem kunnið eitthvað á þetta, af hverju er archives hjá mér ennþá grátt? síðast þegar ég breytti litnum á blogginu mínu þá lagaðist það sjálfkrafa eftir smátíma.
grái liturinn er #999999 og ég óska eftir fólki í að finna út hvert vandamálið er. ég finn hvergi gráa litinn í html-kóðanum. you try.
oj nördið ég. er ekki töff að vera nörd annars? ég er líka að blogga svo mikið um útlitið á síðunni minni að ég veit ekki lengur hvað ég heiti. nú skal ég hætta því.
eftir þetta:
nei grín.
nú á ég tvö af sex prófum eftir. landafræði á föstudaginn og sálfræði á mánudaginn. lalala. ég er svakaleg í sjálfsaganum. einhver verður að kenna mér sjálfsagann til þess að setjast niður og læra. ég á erfitt með það.
vá ég er svo ógeðslega svöng að ég veit ekki heldur hvað ég heiti útaf því. ég er að fara að borða soðnar kjötbollur með káli og kartöflustöppu. mmmmm. ómar var svo duglegur að elda í kvöld :) krúttrassgatið ha.
ég skal sko segja ykkur það að erfiðasta ákvörðunin mín á hverjum einasta degi er að ákveða hvað er í matinn! ég þoooli ekki að ákveða hvað ég á að borða í kvöldmat. vá það er svo erfitt. do you feel my pain? anyone? það er svo leiðinlegt að ákveða hvað maður á að borða þegar allt sem manni dettur í hug tekur a.m.k. 40 mínútur. kannski ekki allt, en flest. það þarf að hafa fyrir flestum mat. nema pantaðri pizzu (sem fyrir vikið kostar þá mikla fjármuni), pylsum og samlokum. mig langar nánast aldrei í samloku - komin með smá ógeð af brauði - og ég er alveg að fá ógeð af pylsum. fæ náttúrulega aldrei ógeð af greifapizzum. greifinn is the place to be krakkar.
jæja, ég kveð í bili.
vil fá álit á blogginu á borders ef þið vilduð vera svo væn :) ossotakkogbless.
mánudagur, janúar 16, 2006
jæja þá.
ég lóg til hérna. ég held ég hafi aldrei gengið í gegnum prófatíð án þess að breyta blogginu mínu á einhvern hátt. það er alltaf jafn sérdeilis skemmtilegt. veij.
gúbbídúbbídú. hahahaha hann er svo fyndinn! (getið hver).
ég er í alvöru að horfa á laguna beach og skemmta mér konunglega. ég tek samt fram að gaurinn sem ég var að tala um að væri svo fyndinn var ekki í laguna beach. hann er þó í sjónvarpinu (auglýsingum).
aftur að laguna beach. ég vorkenni jessicu. hún á kærasta sem er ömurlegur. ömurlegur. og lætur hana líta út sem tuðandi fýlupoka, sem ég er viss um að hún er ekki. ég er hins vegar viss um að hann er skítur. helvítis.
ég trúi ekki að ég sé að gera þetta en hér er smá saga úr þættinum til að sanna mál mitt:
jason (vondi kærasti jessicu) var að tala við vin sinn og vinur hans spurði hvort hann væri hrifinn af annarri stelpu.
jason: "yeah. poor jessica." svo glotti hann! moððörfokkör. það sem gerir þetta væntanlega verra er að þetta er víst raunveruleikasjónvarp (að einhverju marki væntanlega. ég trúi ekki að fólk sé svona í alvörunni).
að öðru. ég er orðin photoshop pro. neibb. en ég kann smá á fótósjopp. það er awesome. og þökk sé photoshop þá gerði ég minn eigin banner.
hér er samt upprunalega og ótrúlega artí en um leið skondna myndin sem ég notaði í bannergerðina:
og þegar ég var að skoða myndirnar frá sama kvöldi (freyjulundur04) rakst ég á ananas-stefán. þessi mynd er ógó skemmtileg og verður að fylgja (kannski líka bara af því að nú kann ég að setja myndir á bloggið mitt og finnst það skemmtilegt og er að missa mig í því (kannski líka af því ég er búin að hátjéemmella svo mikið í kvöld að ég get ekki hætt)):
hahaha.
jesindídíó.
annars er það að frétta að ómar keypti sér teinótt jakkaföt um dagana. þau eru megahot. jeah. grín. þau eru samt voðavoðaflott og fara vel við spariskóna sem ég gaf honum í jólagjöf. sniðug ég.
nú ætla ég að fara að lesa smá. björk ég er loksins að lesa alkemistann. hann hefur runnið nokkuð vel í gegn á þeim tíma sem ég hef til að lesa hana. skólabækurnar eru nefnilega að taka frá mér mikinn tíma þessa dagana.
alltílagibless.
nei já eitt enn. ef fólk vildi vera svo vænt að ímynda sér bloggið án borders (ljósu línurnar sem skipta heddernum, færslunum og linkunum í glugga) og segja mér svo hvort það væri vænlegra? ég get ekki ákveðið mig.
og ps. gamladótið á ekki að vera grátt ef það er svoleiðis ennþá. það lagast. allt í góðu. jájájá.
ossobless.
ég lóg til hérna. ég held ég hafi aldrei gengið í gegnum prófatíð án þess að breyta blogginu mínu á einhvern hátt. það er alltaf jafn sérdeilis skemmtilegt. veij.
gúbbídúbbídú. hahahaha hann er svo fyndinn! (getið hver).
ég er í alvöru að horfa á laguna beach og skemmta mér konunglega. ég tek samt fram að gaurinn sem ég var að tala um að væri svo fyndinn var ekki í laguna beach. hann er þó í sjónvarpinu (auglýsingum).
aftur að laguna beach. ég vorkenni jessicu. hún á kærasta sem er ömurlegur. ömurlegur. og lætur hana líta út sem tuðandi fýlupoka, sem ég er viss um að hún er ekki. ég er hins vegar viss um að hann er skítur. helvítis.
ég trúi ekki að ég sé að gera þetta en hér er smá saga úr þættinum til að sanna mál mitt:
jason (vondi kærasti jessicu) var að tala við vin sinn og vinur hans spurði hvort hann væri hrifinn af annarri stelpu.
jason: "yeah. poor jessica." svo glotti hann! moððörfokkör. það sem gerir þetta væntanlega verra er að þetta er víst raunveruleikasjónvarp (að einhverju marki væntanlega. ég trúi ekki að fólk sé svona í alvörunni).
að öðru. ég er orðin photoshop pro. neibb. en ég kann smá á fótósjopp. það er awesome. og þökk sé photoshop þá gerði ég minn eigin banner.
hér er samt upprunalega og ótrúlega artí en um leið skondna myndin sem ég notaði í bannergerðina:
og þegar ég var að skoða myndirnar frá sama kvöldi (freyjulundur04) rakst ég á ananas-stefán. þessi mynd er ógó skemmtileg og verður að fylgja (kannski líka bara af því að nú kann ég að setja myndir á bloggið mitt og finnst það skemmtilegt og er að missa mig í því (kannski líka af því ég er búin að hátjéemmella svo mikið í kvöld að ég get ekki hætt)):
hahaha.
jesindídíó.
annars er það að frétta að ómar keypti sér teinótt jakkaföt um dagana. þau eru megahot. jeah. grín. þau eru samt voðavoðaflott og fara vel við spariskóna sem ég gaf honum í jólagjöf. sniðug ég.
nú ætla ég að fara að lesa smá. björk ég er loksins að lesa alkemistann. hann hefur runnið nokkuð vel í gegn á þeim tíma sem ég hef til að lesa hana. skólabækurnar eru nefnilega að taka frá mér mikinn tíma þessa dagana.
alltílagibless.
nei já eitt enn. ef fólk vildi vera svo vænt að ímynda sér bloggið án borders (ljósu línurnar sem skipta heddernum, færslunum og linkunum í glugga) og segja mér svo hvort það væri vænlegra? ég get ekki ákveðið mig.
og ps. gamladótið á ekki að vera grátt ef það er svoleiðis ennþá. það lagast. allt í góðu. jájájá.
ossobless.
sunnudagur, janúar 15, 2006
kom mér loksins í það að bæta linknum hans guddamagg við linkalistann minn. hann er einn af gullmolunum í heiminum. ég þekki þá nokkra. ég þekki líka nokkruð eitruð epli, en ég ætla ekki að eyða neinum tíma né orku í að tala um þau.
próf í sálfræði eftir þrjátíu og fimm klukkustundir. jebbillídúddillí.
þessi bók er svo mikil blekking! það tók mig klukkutíma að lesa 7 bls í dag! (ég er búin að lesa fleiri en sjö bls af þeim sem ég á að lesa, en á einni klst í dag las ég sjö). hvað er það? eðlilegt? nei því trúi ég ekki. ég á núna eftir að lesa samtals 95 bls, eða svo. kannski rétt rúmlega. will i pull it off? það vona ég.
ég er að berjast við að ákeða hvort ég ætti að reyna að lesa smá núna eða hvort ég ætti að fara að sofa og reyna að vakna fyrir hádegi, for once.
mér finnst samt eiginlega betra kerfi að læra fram á nótt en að vakna snemma. af einhverjum ástæðum held ég alltaf betri einbeitingu á næturnar en á morgnana og daginn. málið er líka bara að ég á hreinlega óendanlega erfitt með að vakna, hvenær sólarhrings sem er. það er svolítið vandamál.
eitt áramótaheitanna minna var meira að segja að vakna fyrr. bæði í þeirri merkingu að vakna fyrr en korteri-hálftíma áður en ég á að mæta í skóla eða vinnu (vinnu þá væntanlega bara á sumrin) og gefa mér meiri tíma í að vakna og borða og svona, í stað þess að þurfa að gera allt í snatri og rjúka svo út. einnig í þeirri merkingu að sofa ekki alltaf fram eftir degi þegar enginn skóli er eða vinna.
jæja. sofa eða læra. kemur í ljós.
bless.
próf í sálfræði eftir þrjátíu og fimm klukkustundir. jebbillídúddillí.
þessi bók er svo mikil blekking! það tók mig klukkutíma að lesa 7 bls í dag! (ég er búin að lesa fleiri en sjö bls af þeim sem ég á að lesa, en á einni klst í dag las ég sjö). hvað er það? eðlilegt? nei því trúi ég ekki. ég á núna eftir að lesa samtals 95 bls, eða svo. kannski rétt rúmlega. will i pull it off? það vona ég.
ég er að berjast við að ákeða hvort ég ætti að reyna að lesa smá núna eða hvort ég ætti að fara að sofa og reyna að vakna fyrir hádegi, for once.
mér finnst samt eiginlega betra kerfi að læra fram á nótt en að vakna snemma. af einhverjum ástæðum held ég alltaf betri einbeitingu á næturnar en á morgnana og daginn. málið er líka bara að ég á hreinlega óendanlega erfitt með að vakna, hvenær sólarhrings sem er. það er svolítið vandamál.
eitt áramótaheitanna minna var meira að segja að vakna fyrr. bæði í þeirri merkingu að vakna fyrr en korteri-hálftíma áður en ég á að mæta í skóla eða vinnu (vinnu þá væntanlega bara á sumrin) og gefa mér meiri tíma í að vakna og borða og svona, í stað þess að þurfa að gera allt í snatri og rjúka svo út. einnig í þeirri merkingu að sofa ekki alltaf fram eftir degi þegar enginn skóli er eða vinna.
jæja. sofa eða læra. kemur í ljós.
bless.
föstudagur, janúar 13, 2006
jájájájá. heimspekiprófið búið. mikið svakalega var þetta sanngjarnt og skemmtilegt próf. ummjá. ekki kaldhæðni - í alvörunni. enda góður kennari.
núna þarf ég að byrja að læra sálfræði. fimmtíu sentímetra þykk bók um sálfræði, á erlendu fræðimáli. that will be awesome to tha max. en ég hef þó allavega helgi til að læra þetta. það er af hinu góða. hversu mikið ég mun nýta þann tíma er hins vegar spurning.
mig langar að horfa á quentin tarantino csi þáttinn. eða þættina. en ómerkilegt. ég er með ritstíflu. það er pottþétt útaf því að sumir SUMIR eru að glápa á skjáinn hjá mér á meðan ég er að blogga. þetta er sambærilegt því að strákar geta ekki pissað ef einhver er að horfa á þá. þetta er ekki alhæfing, þess skal getið. ég er viss um að margir strákar geta pissað þegar það er verið að horfa á þá. ég er meira að segja viss um að margir af þeim strákum sem geta ekki pissað þegar það er verið að horfa á þá, geta það stundum.
flókið? of flókið fyrir ykkur? bömmer. töffari.
ég lenti samt í því í dag að vera á almenningsklósetti sem er bara svona skilrúmslokað og það var vandræðalegt. eða ekki beint vandræðalegt, bara óþægilegt. ég hef aldrei (svo að ég muni eftir) lent í því áður að það hafi verið þannig. en í dag var ekki ókunnug manneskja og heldur ekki manneskja sem ég þekki vel á næsta bás, og ég átti hreinlega erfitt með að pissa.
hmh. merkilegt? sannarlega.
stefán þór var að tala um á blogginu sínu um daginn að hann hugsaði stundum í bloggum. ég man þá tíð þegar ég hugsaði í bloggum. eða ég hugsaði kannski ekki beint í bloggum, en allt merkilegt sem ég lenti í (mismerkilegt þó) olli því að ég hugsaði með mér "vá, ég get bloggað um þetta. þetta verður fyndið blogg." eða eitthvað í líkingu við það.
ég hlakka til að fá einkunnirnar mínar. ég skil ekki af hverju ég hlakka alltaf til að fá þær.
NOTE to all: ÉG hlakka til! ekki mig hlakkar til eða mér hlakkar til heldur ÉG hlakka til.
ég er orðin svo þreytt á þessari málvillu. er ég asnaleg að vera þreytt á þessari málvillu? menntasnobb? tjah ég veit ekki. mér finnst allavega ógeðslega pirrandi að fólk sem hefur heyrt, and i quote: "þessa gömlu tuggu svo oft", geti ekki notað þessa sögn rétt ennþá. á tvítugs- og jafnvel þrítugsaldri! hvað er það?!
já nei allavega, ég skil ekki af hverju ég hlakka alltaf til að fá einkunnirnar mínar. það er ekki eins og mér gangi það vel að ég hlakki til þess að sjá frábærar einkunnir. ég geri mér alltaf grein fyrir því að þær verði annars flokks einkunnir. samt hlakka ég til.
jæja, ég held að það sé komið nóg í bili. (en kjánalegt að segja jæja).
bless blogg. og allir sem lesa það.
ps. 32.044 manns skrifuðu undir áskorunina á ritstjórn DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. það eru rúmlega tíu prósent þjóðarinnar. það þykir mér ágætt miðað við það að svona helmingur þjóðarinnar kann ekki á internetið. bros.
bless.
núna þarf ég að byrja að læra sálfræði. fimmtíu sentímetra þykk bók um sálfræði, á erlendu fræðimáli. that will be awesome to tha max. en ég hef þó allavega helgi til að læra þetta. það er af hinu góða. hversu mikið ég mun nýta þann tíma er hins vegar spurning.
mig langar að horfa á quentin tarantino csi þáttinn. eða þættina. en ómerkilegt. ég er með ritstíflu. það er pottþétt útaf því að sumir SUMIR eru að glápa á skjáinn hjá mér á meðan ég er að blogga. þetta er sambærilegt því að strákar geta ekki pissað ef einhver er að horfa á þá. þetta er ekki alhæfing, þess skal getið. ég er viss um að margir strákar geta pissað þegar það er verið að horfa á þá. ég er meira að segja viss um að margir af þeim strákum sem geta ekki pissað þegar það er verið að horfa á þá, geta það stundum.
flókið? of flókið fyrir ykkur? bömmer. töffari.
ég lenti samt í því í dag að vera á almenningsklósetti sem er bara svona skilrúmslokað og það var vandræðalegt. eða ekki beint vandræðalegt, bara óþægilegt. ég hef aldrei (svo að ég muni eftir) lent í því áður að það hafi verið þannig. en í dag var ekki ókunnug manneskja og heldur ekki manneskja sem ég þekki vel á næsta bás, og ég átti hreinlega erfitt með að pissa.
hmh. merkilegt? sannarlega.
stefán þór var að tala um á blogginu sínu um daginn að hann hugsaði stundum í bloggum. ég man þá tíð þegar ég hugsaði í bloggum. eða ég hugsaði kannski ekki beint í bloggum, en allt merkilegt sem ég lenti í (mismerkilegt þó) olli því að ég hugsaði með mér "vá, ég get bloggað um þetta. þetta verður fyndið blogg." eða eitthvað í líkingu við það.
ég hlakka til að fá einkunnirnar mínar. ég skil ekki af hverju ég hlakka alltaf til að fá þær.
NOTE to all: ÉG hlakka til! ekki mig hlakkar til eða mér hlakkar til heldur ÉG hlakka til.
ég er orðin svo þreytt á þessari málvillu. er ég asnaleg að vera þreytt á þessari málvillu? menntasnobb? tjah ég veit ekki. mér finnst allavega ógeðslega pirrandi að fólk sem hefur heyrt, and i quote: "þessa gömlu tuggu svo oft", geti ekki notað þessa sögn rétt ennþá. á tvítugs- og jafnvel þrítugsaldri! hvað er það?!
já nei allavega, ég skil ekki af hverju ég hlakka alltaf til að fá einkunnirnar mínar. það er ekki eins og mér gangi það vel að ég hlakki til þess að sjá frábærar einkunnir. ég geri mér alltaf grein fyrir því að þær verði annars flokks einkunnir. samt hlakka ég til.
jæja, ég held að það sé komið nóg í bili. (en kjánalegt að segja jæja).
bless blogg. og allir sem lesa það.
ps. 32.044 manns skrifuðu undir áskorunina á ritstjórn DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. það eru rúmlega tíu prósent þjóðarinnar. það þykir mér ágætt miðað við það að svona helmingur þjóðarinnar kann ekki á internetið. bros.
bless.
fimmtudagur, janúar 12, 2006
sýnum vilja í verki. endilega skrifið undir þetta. lokað verður fyrir skráningu undirskrifta á morgun, föstudaginn 13. janúar, kl. 11:00.
að öðru.
fyrsta prófið búið. lala. næsta próf á morgun. ég ætla að eisa heimspeki. no doubt. mig langar það í það minnsta. mig langar það fyrir mig og fyrir sigurð ólafsson. hann er kominn í top three teachers dálkinn, ásamt ásmundi, fyrrum enskukennara ma og sigríði önnu, frönskukennara í mh.
það eru svo margir kennarar sem ég ber ómælda virðingu fyrir. ef ég verð kennari þá vona ég að mér takist að vera svoleiðis kennari. kennari sem tekst að hvetja nemendur sína það mikið áfram að þá langar ekki aðeins til að standa sig fyrir sig sjálfa, heldur líka fyrir kennarann.
þetta var án efa einn af skemmtilegustu áföngum sem ég hef verið í. einn af. sér í lagi seinni hlutinn; rökfræði og siðfræði.
vá hvað ég er að blogga um leiðinlegt. ég held það sé bannað með lögum í bloggheiminum að segja að bloggfærsla af eigin höndum sé leiðinleg. ef það er það ekki þá ætti það að vera það. er það ekki?
ég verð að koma með tilvitnun í einn háfleygasta texta sem ég hef lesið hingað til:
"Spurningar um skyldleika fræðigreina og þar með um það hvort kenningar þeirra séu sambærilegar eða ekki, eru öðru fremur spurningar um það hvort þau svið veruleikans sem fengist er við séu af sama tagi, eða m.ö.o. hvort lögmál og ástæður hlutanna, sem kenningarnar kveða á um, séu sams konar eða mjög svipuð. Lúta e.t.v. öll svið veruleikans sömu meginlögmálum? Eiga þá lögmál allra vísinda að vera í aðalatriðum eins eða af sama tagi?"
-Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor.
uu já. skiljið þið ekki? nei? furðulegt.
mig dreymdi ótrúlega skrýtinn draum í nótt. mig dreymdi að pabbi hefði ákveðið að ég ætti að gifta mig á morgun (nú tala ég út frá deginum sem er í draumnum (sem er einmitt fimmtudagurinn sem líður)), föstudag. ég kom að honum að hanna brúðarkjólinn minn. vá svo skrýtið.
fyrst var ég ótrúlega glöð og hamingjusöm, svo gerði ég mér grein fyrir því að það væri fáránlegt að gifta sig nítján ára. ég brjálaðist við pabba og flúði til frakklands.
í frakklandi var fullt af fólki með mér, sem var samt eiginlega ekki með mér. mamma, rebekka og harpa litlu systur mínar voru t.d. þarna; ómar og vinir hans voru þarna; og einhver annar hópur af fólki sem ég man ekki hver var. ég verslaði fullt, en var skyndilega orðin ólétt, ekki með bumbu samt, ég vissi bara að ég væri ólétt.
allt í einu var ég svo komin heim til íslands og var nýbúin að gifta mig. ég var að labba út úr kirkjunni með ómari og það var verið að kasta hrísgrjónum á okkur. svo skildust leiðir okkar ómars. ég fór með mömmu og stellu frænku að gera mig klára fyrir myndatökuna, en ómar fór bara heim að bíða á meðan.
á leiðinni í myndatökuna keyrði bíllinn sem ég var í útaf, ofan í á eða sjó eða eitthvað þess háttar. brúðarkjóllinn minn skemmdist og ég komst ekki í myndatökuna og auðvitað ekki í veisluna heldur.
vakn.
ullabjakk! boðar ekki gott? ég trúi nú svosem voðalega lítið á drauma, en það gefur mér yfirleitt ugg að dreyma eitthvað slæmt.
jæja. farin að lesa heimspeki. verið sæl.
ps. ég hef verið að hugleiða að aflétta reglunni um að engir stórir stafir skuli vera ritaðir á bloggið mitt. þ.e.a.s. ekki í upphafi orða eða nafnorða. ég tók fyrsta skrefið í þessari færslu þegar ég gerði stóra stafi þar sem við átti í tilvitnuninni. (vá hvað tilvitnuninni er fyndið orð).
bless.
þriðjudagur, janúar 10, 2006
að vakna með vott af oföndun er ekki sérlega þægilegt. prófstress farið að kikka inn. ekki skrýtið þar sem fyrsta prófið er á morgun. ég er ekki beinlínis tilbúin fyrir það núna. en vonandi verð ég það kl. 13.00 á morgun.
ég átti rómantíska kvöldstund með sambýlismanni mínum á sunnudaginn. við vorum að gera okkur grein fyrir þessu; við erum fyrstu sambýliskona og -maður hvors annars. en stórt og skrýtið.
ég ætla að fara að læra.
bless.
ég átti rómantíska kvöldstund með sambýlismanni mínum á sunnudaginn. við vorum að gera okkur grein fyrir þessu; við erum fyrstu sambýliskona og -maður hvors annars. en stórt og skrýtið.
ég ætla að fara að læra.
bless.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
nú er ég reið. já ég er hlessa. klessa. grín.
grín er ekki við hæfi.
við keyptum viftureim um daginn. það kom í ljós að hún passaði ekki í bílinn - of stór. við fórum þá með bílinn niður á bsa og sögðum þeim frá tilfellinu. okkur fannst ekki sanngjarnt að vegna þeirra mistaka þyrftum við að borga meira en við hefðum þurft ef við hefðum upprunalega fengið rétta reim, svo við spurðum hvort við þyrftum nokkuð að borga. okkur var svarað neitandi.
ossojá!
svo kem ég niður eftir að sækja bílinn og þá rukka þeir mig 3000 krónur fyrir vinnu og 2000 fyrir viftureim! hvað er það? ef þeir hefðu sagt okkur í fyrsta lagi að þeir ætluðu að rukka okkur fyrir að skipta um þessa blessuðu viftureim hefðum við (eða ómar) gert það sjálf! en ekki pungað út helvítis þrjú þúsund krónum fyrir eitthvað kjaftæði.
ég veit ekki hvort ég á að reyna að lækka verðið hjá þessum köllum með þessum rökum, þ.e.a.s. að við hefðum að sjálfsögðu ekki látið þá skipta um viftureim hefðum við vitað að þeir ætluðu, þrátt fyrir fyrri orð, að rukka okkur.
hvað finnst lesendum?
grín er ekki við hæfi.
við keyptum viftureim um daginn. það kom í ljós að hún passaði ekki í bílinn - of stór. við fórum þá með bílinn niður á bsa og sögðum þeim frá tilfellinu. okkur fannst ekki sanngjarnt að vegna þeirra mistaka þyrftum við að borga meira en við hefðum þurft ef við hefðum upprunalega fengið rétta reim, svo við spurðum hvort við þyrftum nokkuð að borga. okkur var svarað neitandi.
ossojá!
svo kem ég niður eftir að sækja bílinn og þá rukka þeir mig 3000 krónur fyrir vinnu og 2000 fyrir viftureim! hvað er það? ef þeir hefðu sagt okkur í fyrsta lagi að þeir ætluðu að rukka okkur fyrir að skipta um þessa blessuðu viftureim hefðum við (eða ómar) gert það sjálf! en ekki pungað út helvítis þrjú þúsund krónum fyrir eitthvað kjaftæði.
ég veit ekki hvort ég á að reyna að lækka verðið hjá þessum köllum með þessum rökum, þ.e.a.s. að við hefðum að sjálfsögðu ekki látið þá skipta um viftureim hefðum við vitað að þeir ætluðu, þrátt fyrir fyrri orð, að rukka okkur.
hvað finnst lesendum?
miðvikudagur, janúar 04, 2006
áramót: ágætis afþreying.
árlegt fyllerí hjá hverjum einasta íbúa landsins eldri en 18 ára gamall. nema sigurði helga oddssyni auðvitað.
ég dvaldi hjá mömmu þessi áramót og ómar var þar með mér. dýnan var ágæt. davíð borðaði með okkur líka. (sumir vita ekki hver davíð er, óheppnir þeir).
mér fannst skaupið hreinlega fínt, þrátt fyrir almenna andstöðu gegn því áliti. fólk virðist vera með svo miklar kröfur til þess. það verður að gera sér grein fyrir því að skaupið er og verður í svipuðum flokki sjónvarpsefnis og júróvísjón - kannski aðeins hærra sett. björgvin franz var frábær í öllum sínum hlutverkum.
á miðnætti skutum við upp bombu og fórum svo inn og skáluðum í nýju kristalsglösin mín. það var svo gaman að það leið næstum því yfir mig (nei, samt gaman mjög).
eftir það týndust við ungviðin (ekki þau yngstu samt) út á lífið, öll í sína átt. í teitinu sem tók við af heimaverunni var ég fyllt rósavíni, bjór og skotum. stemning það. tók nokkrar myndir - þær munu einhvern daginn líta dagsins ljós.
á leið okkar niður í bæ var kastað upp í ökutækið. það var ansi fyndin og skemmtileg sjón. kannski sér í lagi þar sem mér finnst oft afar skondið að horfa á fólk æla. þetta var nú líka einstaklega tilþrifamikið uppkast, annað verður ekki sagt um það.
downtown-swing var skemmtó. dans og gleði einkenndu þá sveiflu. mér voru færðir drykkir í óðaönn af örlátum kærustum. þeim sömu (reyndar er hann bara einn) og gáfu mér gullkjólinn minn fína, áramótakjólinn. ég fékk mér eitur sem kallast sígaretta. ætli það hafi ekki aukið á timburmennina sem einkenndu nýársdag.
tilrauninni til að halda timburmennsku í lágmarki heppnaðist ekkert svo vel. sú tilraun var síðdegishamborgari á ameríska stílnum. og auðvitað ís.
*innskot*
en hvað það er sorglegt hvað yngsta fólkið hér í skólanum verður minna og óþroskaðra en þó meira málað og minna klætt með hverjum árgangnum sem kemur í skólann. það eru læti frammi á gangi í þessum skrifuðu orðum og það eru tímar. ég er hneyksluð!
*innskoti lokið*
ég flaug norður aftur 2. janúar með gríðarlegt magn yfirvigtar (farteskið var um 30 kíló eða svo). það er svona þegar maður á örláta vandamenn, jólagjafirnar voru einfaldlega svona fyrirferðarmiklar. jaaá.
öll hátíð ljóss og friðar, sem fer nú brátt að ljúka, einkenndist af leti, lestri og smá sjónvarpsglápi.
ég ætla að enda þessa færslu á frábærri mynd frá undirbúningi downtown-swing. sunna d. smellti einni góðri af mér þá stundina. þetta er besta (believe it or not (og hugsið ykkur þá hvernig hinar myndirnar eru)) myndin af mér frá áramótunum þar sem glæsileiki kjólsins og hálsmensins góða sést almennilega, og þó ekki einu sinni almennilega.
verið sæl.
árlegt fyllerí hjá hverjum einasta íbúa landsins eldri en 18 ára gamall. nema sigurði helga oddssyni auðvitað.
ég dvaldi hjá mömmu þessi áramót og ómar var þar með mér. dýnan var ágæt. davíð borðaði með okkur líka. (sumir vita ekki hver davíð er, óheppnir þeir).
mér fannst skaupið hreinlega fínt, þrátt fyrir almenna andstöðu gegn því áliti. fólk virðist vera með svo miklar kröfur til þess. það verður að gera sér grein fyrir því að skaupið er og verður í svipuðum flokki sjónvarpsefnis og júróvísjón - kannski aðeins hærra sett. björgvin franz var frábær í öllum sínum hlutverkum.
á miðnætti skutum við upp bombu og fórum svo inn og skáluðum í nýju kristalsglösin mín. það var svo gaman að það leið næstum því yfir mig (nei, samt gaman mjög).
eftir það týndust við ungviðin (ekki þau yngstu samt) út á lífið, öll í sína átt. í teitinu sem tók við af heimaverunni var ég fyllt rósavíni, bjór og skotum. stemning það. tók nokkrar myndir - þær munu einhvern daginn líta dagsins ljós.
á leið okkar niður í bæ var kastað upp í ökutækið. það var ansi fyndin og skemmtileg sjón. kannski sér í lagi þar sem mér finnst oft afar skondið að horfa á fólk æla. þetta var nú líka einstaklega tilþrifamikið uppkast, annað verður ekki sagt um það.
downtown-swing var skemmtó. dans og gleði einkenndu þá sveiflu. mér voru færðir drykkir í óðaönn af örlátum kærustum. þeim sömu (reyndar er hann bara einn) og gáfu mér gullkjólinn minn fína, áramótakjólinn. ég fékk mér eitur sem kallast sígaretta. ætli það hafi ekki aukið á timburmennina sem einkenndu nýársdag.
tilrauninni til að halda timburmennsku í lágmarki heppnaðist ekkert svo vel. sú tilraun var síðdegishamborgari á ameríska stílnum. og auðvitað ís.
*innskot*
en hvað það er sorglegt hvað yngsta fólkið hér í skólanum verður minna og óþroskaðra en þó meira málað og minna klætt með hverjum árgangnum sem kemur í skólann. það eru læti frammi á gangi í þessum skrifuðu orðum og það eru tímar. ég er hneyksluð!
*innskoti lokið*
ég flaug norður aftur 2. janúar með gríðarlegt magn yfirvigtar (farteskið var um 30 kíló eða svo). það er svona þegar maður á örláta vandamenn, jólagjafirnar voru einfaldlega svona fyrirferðarmiklar. jaaá.
öll hátíð ljóss og friðar, sem fer nú brátt að ljúka, einkenndist af leti, lestri og smá sjónvarpsglápi.
ég ætla að enda þessa færslu á frábærri mynd frá undirbúningi downtown-swing. sunna d. smellti einni góðri af mér þá stundina. þetta er besta (believe it or not (og hugsið ykkur þá hvernig hinar myndirnar eru)) myndin af mér frá áramótunum þar sem glæsileiki kjólsins og hálsmensins góða sést almennilega, og þó ekki einu sinni almennilega.
verið sæl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)