þriðjudagur, apríl 05, 2005

einu sinni var ég alltaf að fikta í blogginu mínu. svo hætti ég því.
núna er ómar að fikta ótrúlega mikið í blogginu sínu af því hann var að færa sig yfir á blogspot (sem er auðvitað mun svalara og í raun skilda allra bloggara að vera hjá blogspot. svona í alvöru talað, hver vill vera hjá folk eða blog.central þar sem öll blogg eru eins? oh). hann er sumsé búinn að smita mig með eilífum spurningum sínum og þess vegna er ég núna að fikta svo mikið.
samt eiginlega ekki breyta neinu sko, bara skoða möguleikana. það er betra að hafa á hreinu hvað maður getur gert fyrir bloggið sitt. gott að vita að maður hefur möguleika.
bloggið er nefnilega mjög mikilvægur partur af lífi bloggara krakkar mínir.

nú var ég að gera svolítið sem er ekki kúl (hef líka gert það áður). ég hef líka rætt það við ómar hvað þetta er ekki kúl. en þetta var samt svo vægt tilfelli af því að það er allt í lagi.
er það ekki?

nei! ég gerði það aftur. nei samt hver veit (eins og það sé maður sem heitir hver og viti það) nema ég hafi bara verið að spyrja sjálfa mig?
þetta umtalaða ekkikúldót er sumsé að tala til lesenda bloggsins.
dæmi:
-hvað segiði gott?
-eruði ekki í stuði?
-o.s.frv.

þetta er tæp pæling. haha þetta er bara svo asnalegt. maður er eins og hálfviti þegar maður gerir þetta.
samt geri ég þetta. en skiljiði ekki hvað ég meina?

og aftur...

jæja. bless.

já og ómar er semsagt kominn með nýtt blogg og nýjan link.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008