þriðjudagur, apríl 12, 2005

---breytt færsla---

krakkar það verður svo gaman fyrir norðan um helgina.

á daga mína hefur drifið:
pass (þá á ég við að passa en ekki eins og maður segir í spilum).
helgargestur.
analmök (grín).
skordýraát (grín).
labba óvart inní vitlaust hús eins og ég búi þar.
fá samviskubit vegna ofáts (samt ekki).
ræktin.
getting cought.
mótmæla.
sakna ómars.
sakna dagnýjar.
fá níu í stærðfræðiprófi.
fá níu komma sjö í frönskuprófi.
skila íslenskuritgerð.
skila annarri íslenskuritgerð.
halda íslenskufyrirlestur.

svo eitthvað sé nefnt.

vá hvað það er gaman að blogga. ætli þessi pása verði ekki styttri næst.
þetta var engan veginn skipulögð pása. ég bara eignaðist líf í nokkra daga.
grín. <- eins og ég sé ekki lifandi þið vitið.

---viðbót---
já svo varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að ég var að hlusta á franz ferdinand diskinn á leiðinni í skólann einn morguninn með ógeðslega frábæru sennheizer heddfónin mín.
skyndilega leið mér eins og ég væri á tónleikunum. alltaf þegar nýtt lag byrjaði sá ég fyrir mér gítarleikarann hefja lagið og söngvarann grípa svo inní, eða trommuleikarann hefja lagið þið vitið, bara eftir því sem við átti.
þetta var virkilega furðuleg en skemmtileg tilfinning. og hún entist alveg lengi.
---viðbót lýkur---

ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn þá fer ég til akureyrar að hitta alla mína heittelskuðu, fyrir utan nokkra sem búa í reykjavík.

reddið mér frítt inná söngkeppnina og ríginn og ég verð ykkar að eilífu.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008