akureyri here i come
er mottóið mitt.
nei það er lygi. en nú get ég samt sagt þetta. af því að eftir svona tuttugu mínútur legg ég af stað til akureyrar. hohohoHOHOHO!
hver ætlar að taka á móti mér með blöðrum og köku og lúðrasveit?
nei reyndar ekki köku, kannski frekar grænmetisrétt. já þið túlkuðuð þetta rétt, ég er í megrun sjáið til.
nú er ég búin að pakka og ég er tilbúin til að fara. eina sem vantar er bíllinn sem ætlar að keyra mig þangað. hann ætti nú að fara að láta sjá sig (ætla ég rétt að vona).
ég verð að taka eitt fram sem gerði mig virkilega virkilega virkilega stolta!
ég tek með mér EINA tösku og hún er BAKPOKI! (svo er ég náttúrulega með hliðartöskuna mína en það er bara lítil leðurtaska sem inniheldur lykla, snyrtiveski, veski, ilmvatn og spennu).
gvuð minn góður ég held mér hafi aldrei á ævi minni tekist að pakka svona litlu áður.
ég man forðum þegar ég fór með svona tveggja tonna ferðatösku til pabba um pabbahelgar. þá kom líka alltaf sami brandarinn, ýmist frá mömmu eða pabba:
"ertu að flytja út?"
húmor krakkar mínir, húmor.
jæja. ég ætla þá að fara að bíða óþreyjufull við dyrnar, tilbúin að stökkva út þegar bíbbið kemur.
HEY var þetta ekki bara bíbbið! hah!
kegs!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli