fimmtudagur, apríl 21, 2005

af hverju er ekki sól og gott veður á sumardaginn fyrsta?
mig langar niður á austurvöll að tsjilla í góðu yfirlæti með bók og jafnvel ís ef svo liggur við.
ísinn verður þó að vera úr vesturbæjarbúðarísbúðinni. það eru nefnilega færri hitaeiningar í því eitri heldur en öðru.
ég er samt að blogga um matarvenjur. það er ömurlegt.

fyrst við erum komin út á hálan ís (haha af því ég var sko að tala um ís þið vitið) þá má minnast á það að brynjuís er betri ís en allur ís í heiminum.
mér var sagt að vesturbæjarbúðarísinn væri eins og brynjuís. ég smakkaði hann því með það í huga.
það var röng ákvörðun. það leiddi til þess að mér fannst vesturbæjarbúðarísinn vondur og varð reið við fólk fyrir að líkja honum við brynjuís.
þannig fór að ég borðaði ekki vesturbæjarbúðarís í langan tíma.
svo kom að því að ég lét undan og fékk mér annað smakk.
þá bjóst ég við viðbjóði svo að ég var auðvitað ánægð með vesturbæjarbúðarísinn í annað skiptið sem ég smakkaði hann.
nú get ég ekki án hans verið. <- þetta var grín til að gera þetta geðveikt dramatíska frásögn.

já ok allavega. mér finnst hann geðveikt góður núna en fannst það ekki þegar ég bjóst við jafn miklum gæðum og í brynjuís.
sagan segir okkur því þetta:

brynjuís er betri en vesturbæjarbúðarís.
samt er vesturbæjarbúðarísinn mjög góður.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008