sunnudagur, apríl 03, 2005

-blogg sem lýsa yfir áhyggjum bloggarans af blogginu sínu eru leiðinleg.
-blogg sem lýsa yfir skorti bloggarans á færsluefni eru leiðinleg.
-blogg þar sem bloggarinn biðst afsökunar á blaðri sínu eru leiðinleg.
-blogg sem lýsa í smáatriðum athöfnum bloggarans eru leiðinleg.
-blogg þar sem bloggarinn kvartar yfir því hvað hann er leiðinlegur bloggari eru leiðinleg.

allar ofangreindar tegundir eiga sér þó undantekningar sem sanna regluna. af því allir fokka sér frá venjulegheitunum endrum og eins.
ég datt út í smástund þess vegna kom eitthvað fokka þarna og svona. svo mundi ég aftur hvað ég ætlaði að segja og ég kláraði það með einhverju svona fokka í.

nárast. tárast. párast. klárast. sárast. <-- þetta voru orðin með árast í. fyrir þá sem ekki fatta þá kemur nárast frá nára, ef maður er til dæmis veikur heima vegna fótboltaslyss sem olli sárum nára (vá ég elska hvað þetta rímar) þá er maður heima að nárast. að párast er svo ef maður er að pára eitthvað á blað fyrir skólablaðið, þá getur maður sagst vera heima að párast.

sumt fólk er alltaf að gera mig forvitna. ætli það sé af ásetningi gert? segir mér svona hluta af einhverju þannig að ég spyrji meira útí það en svo vill svo ekki segja mér rest.
hver segir til dæmis:
-ég var bara heima að tala við vinkonu mína.
-hvaða vinkonu?
-bara vinkonu.


...nema í þeim tilgangi að gera mig forvitna?
oh. illa fólk.

takk fyrir kvöldið björk, jón og anna.

vá jón og anna eru líka nöfn á tvíburum sem ég þekki. oft nefnd jón tvíbbi og anna tvíbbi. eða tvíbbarnir. eða eitthvað svona. flestir sem lesa bloggið mitt þekkja sennilega líka þennan jón og þessa önnu. þau eru akureyringar. en þetta voru ekki þau jón og anna. heldur önnur. sem eru líka akureyringar.

-mig langar að horfa á næsta þátt af antm.
-mig langar líka að sjá einn þátt af þáttaröðinni um jessicu simpson og maka. ég var nefnilega að sjá brot úr því og það er virkilega ótrúlegt hvað þau rífast um. eins og til dæmis hvort túnfiskur sé kjúklingur eða fiskur, af því það stendur á túnfisksdollunni að hann sé kjúklingur hafsins.

ég er blogggeðsjúklingur.
innskot:
já (sagt með svona geðveikri gerviupphrópun - eins og ég sé vélmenni að fagna), ég var að fatta þriggja stafa orð. skrifaðu það á bak við eyrað lísa.
innskoti lokið.
ég hef eiginlega stöðuga löngun til að blogga. en samt ekki. þetta er mjög skrýtið.

oh ég gleymdi einu. jæja. man það næst.

lagið:
emiliana torrini - lag sem ég man ekki hvað heitir en er fireold.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008