laugardagur, mars 20, 2004

jæja þá er maður mættur í reykjavíkina... rosalegur staður! í gær var ég að keyra niðri í bæ og það var allt morandi í blindfullu fólki og ég sá svona skrilljón pör að rífast eða hætta saman eða gráta og allt maður... þetta var roooosalegt... ég og palli vorum að harka... je nú er ég geggjað kúl því ég er að segja harka... fyrir þá ófróðu (mig þar til í gærkvöldi) þýðir að harka að keyra fólk heim fyrir pening. og það gekk illll.

ahh hvað ég er þreytt. það er rosalegt. ég fór að sofa klukkan 6 í gærkvöldi og svo var ég vakin með svipu klukkan 10.30 í morgun... mmm fjögurra og hálfs tíma svefn. ljúúúft (nei). augun í mér eru að detta úr mér af þreytu... fjögurra tíma svefn nóttina áður sko. þetta er gott. kannski maður bara leggi sig aðeins aftur... ef maður má... kannski er bara allt bannað hérna eins og allt annað sem er bannað en ég þarf að kannaða.

jæja best að fara að stunda saurlosun og koma í veg fyrir meltingu á morgunmatnum með því að henda honum upp í loftið... (nei allt í plati).

have it good folks bleþþ.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008