föstudagur, mars 26, 2004

jæja þá er komið að því. this is going to be a changing day in your life. svo ég vitni nú í phil lækni.

ég fékk 4.6 á þriðja brennu-njálssögu prófinu mínu. sem er mun betra en á hinum tveimur! ég féll líka með 4 á stærðfræðiprófinu mínu um daginn sem ég hélt ég hefði náð. en svona er þetta. hvað er svalara en að falla á njálu- og stærðfræðiprófi? fátt, það get ég sagt.

það er byrjað að snjóa aftur! kannski verður þá snjór þegar the belgíu cracks comah.

sjæse ég var að taka til í herberginu mínu. það hefur aldrei verið svona hreint og mun aldrei aldrei verða svona hreint aftur! ég er nokkuð viss um það. ég þreif allllaar hillur og allt á veggjunum. ég þreif meira að segja geisladiskahulstrin mín! og ég færði hvítu náttborðskommóðuna mína til að geta skúrað undir henni. sjitt maður. dagný á eftir að þurfa áfallahjálp.

einu sinni gáfu dagný og olga mér það í jólagjöf að þær tóku til í öllu herberginu mínu.
formáli: það sem þið þurfið að vita til að fatta söguna er:
-þetta herbergi er byggt yfir bílskúr og þegar maður labbar á því sígur það pínulítið niður alltaf með tilheyrandi braki.
-ég var nýflutt inn í húsið (eða fyrir hálfu ári hehe) og var ekki búin að taka uppúr helmingnum af kössunum mínum.
-ég er subba og þríf alls ekki oft. vúhú. (þ.e.a.s. það var langt liðið frá síðasta ryksogi og afþurrkun.

meginmál: rétt áður en ég fór suður til pabba yfir jólin þá hellti ég öllu úr öllum kössunum á mitt gólfið. það var svo mikið drasl að gólfið sökk svo mikið niður að það hætti að braka í því og síga þegar maður gekk um gólfið.
dagný og olga voru og eru fátækir námsmenn og höfðu ekki efni á dýrum gjöfum. þess vegna mættu þær heim til mín einhvers staðar á þessu tímabili og ákváðu að laga til. en þegar þær gengu inn í herbergið blasti auðvitað ekki fögur sjón við þeim. þetta leit út fyrir að vera gjörsamlega óljúkanlegt verk. samt sem áður brettu þær upp ermar og hófust handa.
þær luku verkinu á tveim eða þremur dögum. það að þær hafi þurft svona langan tíma til að ljúka þessu segir margt um erfiðleika verksins því það má so truthfully (svo sannarlega) segja að þær séu ansi kraftmiklar ungar konur sem vinna hratt.

niðurlag: ég kom heim til a ká eftir jólafríið kvíðandi því að ganga inn í helvíti (þ.e.a.s. herbergið mitt, vitandi það að mikil tiltekt biði mín) en gekk inn í himnaríki í staðinn. elsku stelpurnar mínar komu mér svona skemmtilega á óvart. þetta er ein besta jólagjöf sem ég hef fengið og hún er a.m.k. 10.000 króna virði.
ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim kærlega fyrir opinberlega. takk stelpur þið eruð yndislegar!

have it good folks. bleþþ.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008