þriðjudagur, nóvember 15, 2005

myphotoalbum ruglið er í ruglinu. ruglið í ruglinu.
það er pirrandi. mig langaði að setja inn nokkrar vel valdar myndir frá gærkveldinu.
það hófst á matarboði hjá aubí. geggjagamanveij. að því loknu fauk (nei ég fauk ekki) ég heim að henda saman einhverjum búningi fyrir halloween teitið með greifastaffinu.
ég var eighties gymnastic girl. voða svalt og allt það.

það voru auðvitað leikir með tilheyrandi hlátri og myndatöku. búningarnir voru framúrskarandi.

svo mikið sem gerðist sem er merkilegt. ég komst líka að svo miklu sem allir vita en ég hef aldrei vitað af því ég hef aldrei farið á greifadjamm. eins og t.d. hverjir verða svakalega fullir. og hverjir eru skotnir í hverjum. og svona.

æjæj. verður vinnan nokkuð vandræðaleg núna? kannski er maður betur settur án þessarar vitneskju.

ég er nefnilega trúnó manneskja og varð að standa undir því nafni. trúnó magnið á tyrklandi var þannig að jón gísli notaði á mig nafnið stessa trúss. nafni minn hann stefán jökulsson er ágætur trúnómaður líka og gekk undir nafninu stessi trúss.
svo svalt.

annars er það í fréttum að ég kann að gera geggjað góðan ís. jább.
búa til heitt kakó (ekki neitt svissmissrugl - bara alastefanía sko) og setja ísinn útí. namminamm. var að borða svoleiðis núna.
ég verð samt að segja að bónusís er held ég bara besti vanilluísinn.

jæja núna ætla ég að reyna aftur að setja myndirnar inn.
oh ég var að muna að kannski gleymdi ég peysunni minni uppí skeifu. þá þarf ég að fara að leita að henni núna.

já og svo tók ég úlpu í misgripum. hún er stór og hana vantar eiganda.

bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008