ég sit hérna heima með fullan poka af nammi fyrir framan mig sem ég hef ekki lyst á.
en skrýtið.
er að fara að vinna og svo í freyjulund.
gaman þegar við verðum orðin gömul og minnumst freyjulundar glöð. vá hvað ég veit ekki hvað ég er að segja.
ég er svona skapi þar sem ég kann að meta allt. kann að meta að búa hérna á svona góðum stað hjá svona góðu fólki.
vitiði hvað eygló er góð? hún bakar reglulega kleinur og kemur þá alltaf með smá skammt fyrir okkur! og svo góðar kleinur sko.
svo stundum á ég það til að gleyma þvotti á snúrunum þeirra (sem er of stór til að hengja á litlu þvottagrindina okkar) og þá skilur hún hann eftir samanbrotinn handa mér á vísum stað. svo góð.
ég kann líka að meta kærastann minn og góða, alvöru vini. ég þoli ekki gervivini.
ég er orðin svo þreytt á baktali. auðvitað baktala allir, það er bara mismunandi hvern þeir baktala, við hvern og hversu mikið.
margir segja bara hvað sem er um hvern sem er við hvern sem er. en ljótt og leiðinlegt og þrúgandi. af hverju getur fólk ekki bara reynt að vera almennilegt við fólk? í stað þess að hækka sjálft sig upp með því að lækka aðra niður. eða kúka. (grín).
hver sem ástæðan er finnst mér það leiðinlegt. sérstaklega þegar það bætir svo við "æj hann/hún er samt svo awesomely terrific" til þess að réttlæta sálarmeinið. eða kannski fólk bæti svoleiðis við svo að ef upp um það kemst þá getur það sagst hafa sagt þetta í jákvæðri merkingu.
who knows?
jæja. þá er því komið á hreint.
nei?
ég er farin að vinna. það verður geðveikt gaman. ég ætla að vera glöð. hugsa um allt góða fólkið. vonandi verð ég ekki á litla greifa. og ekki inni á stássi.
ókeyjbæj.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli