föstudagur, nóvember 11, 2005

jæja.

nokkrum línkum hefur verið bætt við og öðrum breytt, þ.e.a.s. ég er með loðin brjóst.
grín.
en fyndið grín.

til að koma í veg fyrir allan misskilning og hatur á mér þá hefur enginn línkur verið fjarlægður, aðeins mögulega færður á milli flokka.

bless.

grín aftur (með blessið sko)

ég er að fara í eitís partý. ég veit ekki hverju ég á að vera í.

en krúttlegt.

já ég var kítluð um daginn. það þýðir að nefna fimm hluti sem ég þoli ekki? eða eitthvað þannig?
segjum það þá.

ég þoli ekki:

1. sokka. þegar fólk kemur við mig með sokkunum sínum (aðallega undir sokkunum (ilin sumsé)) þá fæ ég klígju.

2. tyggjó útum allt, þ.e.a.s. þegar fólk setur tyggjó á hendina á sér á meðan það borðar, eða á svalafernuna eða diskinn eða borðið. OJ! og ennþá meira OJJJJ þegar fólk setur það aftur uppí sig! af hverju ekki bara að henda helvítis tyggjóinu? ég segi nei við tyggjódjöfulinn.

3. að skafa bílinn minn. ég hef án efa oft verið í hættu vegna leti minnar til að skafa bílinn minn (fyrir þá sem föttuðu þetta ekki þá er það vegna þess að ég sé ekkert útum gluggana og klessi bara næstum því á HOHO fyndið nei).

4. endalaust tilefnislaust baktal og illkvittni.

5. dýra hluti. sérstaklega hluti sem eru dýrir en þurfa alls ekki að vera það, eins og 350 króna kakóbolli og 600 króna bjór! hvað er það!?


takk fyrir mig og bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008