nú er maður mættur í reykjavíkina heilögu. klukkan er þrjú á aðfaranótt páskadags... ég mætti í rauninni núna fá mér páskaegg... en það var falið og ég nenni ekki að leita að því... ég sé alveg óendanlega mikið eftir því að biðja þau að fela það... ekki það að mig langi neitt mikið í páskaegg núna og ég get ekki einu sinni séð fyrir mér að mig eigi eftir að langa í svoleiðis í fyrramálið... en það er ekki séns að ég nenni að fara að leita að því...
ég sakna svenna... gott fyrir ykkur að vita það... nei það er ekki satt. það skiptir engu máli fyrir ykkur að vita hvort ég sakna hans eður ei.
nú er maður búinn að hitta helgu fínu sætu elsku pelsku ástina mína :*... eyddi deginum með henni... svo tók við kvöldmatur og kvöld með stan belga og restinni af loftbelgunum. mjög gaman. eftir það kíkti maður til páls. hann býr í bílskúr með kímó vini sínum og bílskúrinn er alltaf fullur af einhverju fólki sem er alveg kengruglað og helsteikt, það er rosalegt. rooosaleg vindla og pípulykt þar inni, enda er ekkert gert þarna nema breyta hausum í kíví og reykja pípur og vindla... og svo það sem er alveg ótrúlega týbískt eitthvað sem palli myndi gera og mjög fyndið: það má semsagt reykja pípur og vindla, en ekki venjulegar sígarettur... stundum er það samt leyft en þá er það litið rosalegu hornauga og annar þeirra tveggja (kímós og peylers) þarf að vera verulega drukkinn til að leyfa svoleiðis vitleysu.
jæja ætli maður fari ekki bara að drífa sig í bælið... það er ábyggilega ræs end sjæn klukkan tíu í fyrramálið eins og alltaf á þessum bæ... rooosalegt að mega aldrei sofa út hérna... ég sem er svo þreytt að ég gæti dáið. neinei ég gæti ábyggilega ekkert dáið en ég er samt búin að sofa mjööög lítið. það er að segja tvo klukkutíma á síðustu 36-40 tímum... ég er ekki alveg með þetta á hreinu og er ekki alveg í ástandi til að hugsa of mikið núna!
á morgun er það svo sunna dís og páskaegg! og eitthvað rosamatarboð sem ég nenni eiginlega allllls ekki að mæta í... æji ææææl :/ ég þoli ekki matarboð þau eru ömurleg. eða allavega fjölskyldumatarboð. rosalega leiðinleg.
björk ég elska þig elsku turdildúfan mín :*
have it good folks. bless kex.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli