mánudagur, apríl 12, 2004

HALLÓÓÓ! mætt á akureyri! en ekki dagný og olga og inga... ÖMURLEGT... ég sakna þeirra svo mikið. ég vil þakka dagný opinberlega fyrir að hringja í mig reglulega frá portúgal! mjög fallega gert og gaman að heyra röddina þína! ég elska þig :)
ég elska alveg fullt af fólki. full of people! dagný, helga, sunna (dís), olga, inga vala, björk, guðjón, sigrún, harpa litla systir mín, júlía litla systir mín, halldór litli bróðir minn, arna litla systir mín and full of other people: je vous aimez

ég var í klippingu um daginn... ég held að ég hafi kannski bloggað um það. en kannski ekki og ég ætla ekki að athuga og þess vegna blogga ég kannski tvisvar um klippinguna mína...
ég fór í klippingu um daginn. ég er vön því að fara til hlyns á zone, hann er búinn að klippa mig í soldinn tíma sko. svo var ég orðin svo þreytt á því að hann klippti mig eiginlega alltaf eins... og ég vildi það ekki. BARA ENGAN VEGINN HÓRA! (nei grín). en semsagt ég ákvað að breyta til. ég var samt bara drulluhrædd því að hlynur er í mafíunni og ef hann kæmist að því að ég væri að fara til annars en hans þá myndi hann senda á mig leyniskyttu. nei grín en samt var ég soldið hrædd ég veit ekki af hverju og ég var farin að fá martraðir! eða ég fékk eina martröð um að ég hefði mætt niður á medullu til guðnýjar, tilbúin í klippingu, og þá var hlynur búinn að skipta um klippistofu og var alveg kreisí... og benti svona á mig og sagði: "þú hér!?" en svo man ég ekki meira af draumnum... og ég var svo hrædd um að þetta væri að gerast í alvöru... þeas að hann hefði skipt um stofu. en svo var ekki. og ég er enn á lífi.

bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008