fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Þettersvonææs



Af einhverjum ástæðum minnir þetta lag mig á Söru og Auði.

Helginni verður að meirihluta eytt í Vafferrtveimur að þessu sinni. Vonandi verður ekki of mikið af fólki inni á bókasafni því þá er svo mikið skvaldur. Verst finnst mér þó þegar fólk er að hlusta á tónlist í heyrnartólum og gerir sér ekki grein fyrir því að það neyðir alla í kringum sig til að hlusta með sér.
Ég er að spá í að taka stærðfræðigreiningarmaraþon, ég er alveg týnd í þeim áfanga - kann ekki einu sinni að leysa diffurjöfnur (hann snýst um diffurjöfnur).

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég skil ekkert hvað ég er að gera í þessu námi. Til þess að standa sig vel í því þarf fólk að vera hvort tveggja klárt og ötult. Ég er hvorugt. Í hvert skipti sem ég reyni að gera skiladæmi kemst ég að því hversu týnd (euphemism (hvað er euphemism á íslensku?) yfir heimsk) ég er. Það er hræðilegt.
En hálfnað er verk þá hafið er og ég ætla að klára.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008