mánudagur, nóvember 24, 2008

Sjitt, ég braut feisbúkkbannið mitt. Það var samt óvart og það munaði bara 12 mínútum. Algert slys.

Jólakortagerð er lokið.
Stærðfræðigreiningu IIIa enn og aftur ólokið á aðfaranótt skiladags, staðsetning: vafferrtveir. Svo gaman.
Vafferrtveir mun alltaf eiga stað í hjarta mínu sem mitt annað heimili.
Rifna og skítuga ullarteppið á bókó.
Maðurinn sem gistir þar.
Orkusparandi perurnar á salernunum.
Töflurnar í miðjunni á hverri stofu sem má augljóslega ekki tússa á en ótakmarkað margir virðast samt ekki fatta og skrifa á þær.
Lásakerfið sem virkar ekki alltaf.
Ljósið sem byrjar reglulega að suða þar til maður slekkur á því og kveikir aftur.
Appelsínuguli stóllinn.
Tímaritin sem eru til í tonnatali (ýkjur) en enginn les.
Skítugu borðin.
Yddarinn sem sökhar.
Og svo framvegis.

Back to work.

Fallegt með:

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008