Ég er tilbúin í að mixa síðuna mína á annan hátt. Mig langar að geta haft fyrirsagnir og skoðað gamlar færslur, en af einhverjum ástæðum hvarf sá valmöguleiki þegar ég breytti um lit á síðunni minni fyrir allmörgum mánuðum (sem jafnvel telja ár).
Mér þykir ansi líklegt að sá tími sem ég vil núna eyða í prófalestur (nokkur próf coming up, þ.á.m. eitt hundrað prósent og annað fimmtíu prósent) muni fara í html-mix. Eða jafnvel Rubik's cube.
Ef ég geri ráð fyrir að Rúbba-teningurinn hafi það eiginverk að sólunda tíma manns, þá sinnir hann eiginverki sínu ansi vel og er þar með nokkuð dyggðugur hlutur.
Annars var ég núna að mixa smá hádegismat líka, sem ég hafði hugsað mér að gefa litlu systkinum mínum í kvöldmat. Ég bjó til brauðbotn, með engri uppskrift og ég hef ekki hugmynd um hvernig útkoman verður. Ofan á botnin setti ég ommilettumix eitthvað, og toppaði svo með osti og möndlum. Þetta hljómar eins og eitthvað sem gæti verið mjög gott, en þar sem ég setti bara það sem hendi var næst í þennan brauðbotn, og hef ekki bakað brauð frá því í heimilisfræðslu hér um árið, þá veit ég ekki hvort hann verður eins og steinn eða jafnvel tyggjó.
Hlakka til að smakka og niðurstaðan verður tilkynnt í næstu færslu. Jafnvel með mynd! En spennó!
Bleeehh.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli