sunnudagur, febrúar 10, 2008

Sex atkvæði eru lítill hluti tæplega þrjúþúsundogfimmhundruð atkvæða. En það eru samt sex atkvæði. Sex alveg frábær atkvæði sem ég er fáránlega ánægð með.

Ég fór í besta partý lífs míns í gærkvöldi, eftir að ég stakk heimili mitt af sökum áhorfs á breskan sakamálaþátt - sem eru ekki sjaldséðir á krúttheimilinu mínu.
Þetta partý var heima hjá Nínu sælkera sem bauð mér, Lúcíu og Erlu í súkkulaði, osta, sultu, hunang, kex og hvítvín. Ég hef aldrei smakkað betra súkkulaði. Að auki trompaði hún allt saman með fagmannsbakaðri franskri súkkulaðiköku, sem er sú besta sem ég hef smakkað. Guð minn góður ég verð eirðarlaus af matarlöngun bara við að hugsa um þetta lostæti!
Nína, ég er hvenær sem er tilbúin til þess að vera súkkulaðitilraunadýrið þitt. Nefndu bara stað og stund.

Í kvöld hélt ég svo Laugardagslagapartý með litlu krúttrössunum mínum Jússu Sibb og Halla Söll, með ágætis magni af sælgæti og poppi. Nokkuð gott.
Þau krúttrössuðust svo til að vilja bjóða foreldrum sínum, sem voru þá stödd í leikhúsi, góða nótt, svo þau fengu að senda sms til ma og pa, sem hljóðar svo:


"Frá H.S.Ó og voffa:
Pabbi og mamma, við erum að fara að sofa. Góða nótt "og ég bið að heilsa" segir voffi með mömmurödd.
Frá J.S.Ó:
Ég er að fara að sofa pabbi og mamma. Vonandi fannst ykkur gaman í leikhúsinu. Stefanía er mjög skemmtileg og góð við okkur. Kisa biður að heilsa, kveðja Júlía."



Þetta er það krúttlegasta. Rökin fyrir því eru eftirfarandi; þau skrifuðu í sitthvoru lagi án þess að vita hvað hitt skrifaði, og skiluðu bæði kveðju frá bangsanum sem þau eru búin að eiga frá unga aldri.






Að fjöldasöngsstjórna og að vera fáránlega bíjútífúl.


Góða nótt (og Skippý biður að heilsa).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008