sunnudagur, september 14, 2008

Leikurinn!

Leikurinn hófst í kvöld. Og ég held ég sé búin að fatta hvers vegna mér finnst emmessenn ekki skemmtilegt samskiptafyrirbæri. Emmessenn samtöl eru sennilega leiðinlegasta tegund samskipta sem ég veit um. Samtölin eru öll sundurslitin, því ekki fer maður í tölvuna án markmiðs, allavega ekki ég. Ég fer í tölvuna því ég ætla að gera eitthvað, ég veit að ef ég kveiki á emmessenn þá tefst ég lengur við það sem ég ætla að gera. Allt tekur lengri tíma í tölvunni ef emmessenn er í gangi, samt er maður allan tímann bara með hálfan huga við samtölin því markmiðið á hinn helming einbeitingarinnar. Þess vegna verða samtölin aldrei fáránlega há a tvöfaltvaff téé, því maður gefur sig aldrei hundrað prósent í þau, þau gegna bara aukahlutverki á þessum tímapunkti lífsins. Og ekki get ég ímyndað mér að fara bara í tölvuna til að fara á emmessenn. Ef sá væri tilgangurinn væri væntanlega undirliggjandi löngun til að tala við ákveðinn aðila, og í lífinu hefur maður alveg dottið í djúsí emmessennsamtal - en í þeim tilvikum hefði samtalið deffennettlí orðið meira djúsí ef það hefði farið fram í persónu eða síma. Þess vegna, ef maður vill tala við einhvern af sérstakri ástæðu, þá mun það bara virka betur og vera skemmtilega ef maður hringir eða hittir.

Ég held það bara. En ég er ánægð með upphaf leiksins.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008