laugardagur, nóvember 22, 2008
Mér finnst þetta bara svo fallegt lag í kórútsetningu. Er það ekki opinbera útsetningin? Eitt eilífðar smáblóm á mínútu 1:11 gefur mér gæsahúð, flott hvernig kvennaraddirnar koma inn í karlaraddirnar. Hvað þá þegar raddirnar endurtaka textann sameinaðar á mínútu 1:56 og allt tryllist með (bassa?)trommum og svo symbli(?). Ég veit ekki hvað þessar trommur heita, haha. En þetterallavegatryllt. Ég veit ekki hvort guð á hér að vera mótmælendaguðinn eða bara einhver æðri vera. Ég kann ekki textann í íslenska þjóðsöngnum. Ég kann eiginlega enga texta, bara lög. Enda finnst mér lagið oftast mikilvægara en textinn.
Ég er núna búin að eyða fullt af tíma dagsins í að grúska, heima hjá mér og á netinu. Merkilegt hvað allt verður áhugavert (meira að segja trommur) þegar prófatíðatörnin hefst. Það eru átján dagar í prófin mín. Átján dagar líða mjög hratt.
Í kvöld ætla ég að gera jólakort. Ég veit ekki hversu mikið af fólkinu sem gefur mér jólagjafir les bloggið, en ég er búin að biðja um það áður og ítreka það hér með:
Ég vil ekki jólagjafir. Ég vil ást og samveru. Í mesta lagi jólakort eða eitthvað heimatilbúið.
Mig vantar ekkert. Ef mig vantar eitthvað get ég útvegað sjálfri mér það. Það sem ég get ekki útvegað sjálfri mér er ást og samvera með öðru fólki, til þess þarf ég fólk.
En næstu tuttuguogsegs daga þarf ég samt að fórna samskiptum við fólk og eiga bara samskipti við bækur. Fyrir utan jólakortagerðina í kvöld og laufabrauðsgerðina á sunnudaginn eftir viku held ég að ég þurfi að hitta fátt annað en rúmið mitt og bækurnar umrædda daga.
Mig langar í meira kaffi. Ég ætla að fá mér meira kaffi og klára greiningu. Ég vildi að ég gæti eytt þessum átján dögum í að bara lesa undir próf, en ég þarf líka að gera þrjú til fjögur skiladæmi á viku og læra nýtt efni. Pirrandi.
Hér kemur ástin og umhyggjan sem ég ætla ekki að gefa í veraldlegu formi næstu tuttuguogsegs daga:
ástogumhyggjanæstututtuguogsegsdaga - up-for-grabs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli