Vá, strax ný færsla. Ég tel mig góða.
Röskvufundur í kvöld - voða gaman. Á föstudaginn verður framboðslistinn til stúdentaráðs og háskólaráðs kynntur, kl. 21 á Gauknum - hvet krúttrassa til að mæta, aðrir mega líka alveg mæta en ég hvet þá ekkert sérstaklega til þess, júnó.
Ég fór í leikhús á miðvikudaginn fyrir viku, á leikritið Belgíska kongó, þar sem Eggert Þorleifsson fór á kostum sem gömul kona á elliheimili. Hljómar ömurlega, en var frábært. Hann náði að draga saman í þennan karakter alla ell o ell-eiginleika gamalla kvenna sem til eru í þessum heimi; gamla gleymir að hlusta á aðra; talar áfram í símann eftir að hún leggur á; gerir allt fááááránlega hægt; situr - en hreyfir sig eins og hún sé við það að standa upp, án þess nokkurn tímann að gera það; rifjar endalaust upp gamlar sögur og segir þær í miklum smáatriðum og svo margt fleira.
Það sem mér fannst best var að hún kvaddi einu sinni með orðunum: "Bless kex." Þá hélt ég nú bara að ég færi yfir um af hlátri (nei, reyndar er það haugalygi, ég kann alveg að haga mér í leikhúsum).
En dyggir aðdáendur þessa bloggs til langs tíma vita að með þeim orðum endaði ég hverja færslu eitt sinn - var jafnvel farin að stytta það í "kex", til að vera kúl stundum.
Jæja. Svefn er víst nauðsynlegur - sérstaklega fyrir þá sem eru að fá brjálæðiskuldaflensuna sem herjar á landsmenn um þessar mundir.
Reyndar er ég búin að ákveða að ég ætla ekki að verða veik. Ég segi það og skrifa, ég ætla ekki að verða veik.
Góða nótt (ekki taka mark á þessari kveðju ef þið eruð ekki að fara að sofa - þá segi ég bara: Bless kex).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli