fimmtudagur, september 02, 2004

jæja já.

interfíkill púnktur is skástrik ekkilengur skástrik spurningarmerki

ég er náttúrulega klárlega ekki búin að vera upptekin heldur bara löt. ég hef ekkert að segja mér til varnar.
ég fæ ekki að vera kjallarvörður! djöfull sýgur það alla íbúa norðurkjallara. ég myndi standa mig svooo vel að því væri ekki mögulega lýst með orðum. en nei, steffý fær ekki að sýna frábæra kjallarastjórnunarhæfileika.
bitur? neinei... JÚ!
ekki er þó öll von úti enn... ég VEIT ekki að ég verð ekki kjallaravörður, en mig grunar það sterklega þar sem stjórnin forðast það að segja mér sannleikann.

fyrst að staðan er svona þá er eins gott að ég komist inn í kórinn. kórinn mokar flórinn. Ú! nei ég fór náttúrulega í elítu kórteiti síðastliðinn föstudag sökum of mikils svalleika af minni hálfu.
grín.

nú sit ég bara hér, í miðgarði menntaskólans við hamrahlíð í tölvunni á endanum sem er stödd við hlið prentarans. heví svöl. svört og bleik eins og svartur og bleikur sleikibrjóstsykur.

ég er náttúrulega klárlega að fara að hjóla heim, sækja bimmann sem býr fyrir utan nýja húsið mitt, keyra hann uppí smáralind, kaupa leikhúsmiða, fara heim, bíða eftir að dagný og björk komi.

þetta verður náttúrulega klárlega mjög mikil snilldarhelgi þar sem margir akureyringar ætla að mæta híngað í minn landshluta. en hvað ég hlakka mikið til.

ég var náttúrulega að pæla. síðasta færsla helgu fyrir flutning hljóðaði svona:
"kæra akureyri
þín á ég ekki eftir að sakna"

ég held því vitaskuld fram að ég sakni akureyrar mjög mikið. ég held ég hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að ég sakna akureyrar mest lítið. það sem ég sakna er vitaskuld fólkið.
nú var ég byrjuð að skrifa lista yfir fólk sem ég sakna. ég hætti við að opinbera hann vegna þess að á svona listum er maður í mikilli hættu.
miklar líkur á að einhver gleymist akkúrat á því augnabliki sem maður skrifar listann.
nú og stundum heldur fólk að maður sakni þess en maður gerir það engan veginn, þá getur maður sært þá manneskju, þá er bara betra að leyfa manneskjunni að halda að maður sakni hennar.
nú og svo saknar maður líklega einhvers sem grunar engan veginn að maður sakni hans/hennar. þá er ágætt að opinbera það ekki og gera sjálfan sig berskjaldaðan gegn því að fólkið geti nýtt sér það að maður beri meiri tilfinningar til aðilans en hann gerir til manns.
svo er náttúrulega sá möguleiki að maður má eiginlega ekki vera að opinbera söknuð því að opinberunin getur haft í för með sér hneykslun einhvers eða særindi sökum þess að maður sakni manneskju sem maður ætti ekki að vera að sakna - heldur sára manneskjan - og þá er maður semsagt að opinbera það í leiðinni að maður sé ekki búinn að segja þessum sára frá því að maður hefur aðra manneskju til að sakna.

þetta er flókið. enda er ég flókin. en þetta þýðir í stuttu máli: ég ætla ekki að opinbera lista fólksins sem ég sakna, það er hættulegt.

ég semsagt sakna fólksins á akureyri, brynju, eyjafjarðarhringsins, karó, sófans, en þá held ég að það sé upptalið. annars gæti vel verið að ég sé að gleyma einhverju. þá skiptir það engu máli vegna þess að þetta eru allt hlutir en ekki manneskjur.

jæjamm,
bless kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008