það getur samt náttúrulega vel verið að hann hafi ekki farið í myndatöku skomm.
já einmitt. náttúrulega.
ég er semsagt byrjuð í líkamsþjálfun. og við fengum svaka af----slátt. slá af. það var slegið af. við vorum slegnar. beint í hausinn. nei.
skólinn er skemmtilegur. reykjavík er ágæt. semíágæt. engin akureyri en svosem ágætur staður.
í dag var vinadagur. þá á maður fullt af vinum og maður á að kynna vini sína fyrir öðrum. allir standa í hring og allir eiga að kyssa rassinn á manneskjunni sem stendur hægra megin við sig.
ég er með rosalega löngun í gulrót núna. mig langar að ná mér í gulrót inní ískáp, flysja utan af henni ysta lagið og borða hana svo. gulrætur eru nefnilega mjög góðar og sérstaklega þegar það er búið að taka ysta lagið af þeim.
já og vinadagurinn er ekki eins og ég lýsti hér að ofan.
ég veit ég er ömurlegur bloggari. ég veit ekki hvað kom yfir mig. vanalega hef ég mjög gaman að því að tjá mig. kikk.
einu sinni var ég borin útí bíl af strák sem er kenndur við spark.
braceface.
núna ætla ég að fara að lesa sjálfstætt fólk. ég ætla að klára þessa bók um helgina.
vitiði hver er ein besta mynd allra tíma? hún heitir american beauty. vá hvað hún er góð. og ég elska þegar caroline - eða mamman í myndinni sem ég man ekki hvað heitir en caroline er fast í hausnum á mér, samt finnst mér eins og það sé rangt og ég tengi þetta nafn eiginlega bara við roses með outkast (oj það minnir mig á atriði á dátanum) - segir "i will sell this house today!" og endurtekur það svo á meðan hún er að þrífa húsið hátt og lágt.
mikið rosalega mæli ég með þessari mynd, aftur og aftur, ég er ekki með töluna á því hve oft ég er búin að sjá hana. en ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá verið þið að gera það sem fyrst.
kegs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli