föstudagur, ágúst 27, 2004

fokkíng ógeð. drullutussu viðbjóður.

ég kemst ekki til akureyrar. ÉG KEMST EKKI TIL AKUREYRAR! ég hata landshlutaskiptingar! af hverju geta ekki bara allir sem ég elska skástrik dýrka og vil eyða miklum tíma með búið á sama staðnum? er það svo erfitt?
ég legg hér með formlega beiðni inn fyrir þröskuld þessa fólks um að flytja til fokkíng reykjavíkur, sem er reyndar borg dauðans.

neinei okey ég er semsagt fokkíng föst hér á þessu aðeins stærra krummaskuði en akureyri er. ekki það að ég myndi nokkurn tímann nota orðið krummaskuð yfir akureyri. akureyri er ástin mín. krummaskuð gefur bara eitthvað svo mikla fyrirlitningu í skyn og ég virkilega fyrirlít reykjavík núna. þess vegna kallaði ég hana krummaskuð. ógeð.

af hverju þarf endilega að vera einhver menningarnæturviðbjóður á akureyri þessa helgi? já það er nefnilega þess vegna sem allar flugvélar eru fullbókaðar og ég kemst ekki.

hey ég er með hugmynd: af hverju koma ekki bara allir sem ég elska skástrik dýrka og vil eyða miklum tíma með suður um helgina? ha? nei? ha, er rökréttara að ég fari norður heldur en að allir hinir fari suður?
hmh já það hefði ég nefnilega haldið, en það eru nú ekki allir á þeirri skoðun.

ég geri það sem ég vil - ég geri það sem ég vil - ég geri fokkíng það sem vil.
þetta sögðu skytturnar víðfrægu (víðfrægu?). ég vildi að ég gæti sagt það með þeim.

fokkíng kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008