svo ótrúlega ósanngjarnt að maður skuli eyða öllu lífinu í að óska þess að það væri öðruvísi.
mig langar til:
- belgíu.
- akureyrar.
- ástralíu.
- að hlusta á geisladiskana mína.
- að geta borðað eins mikinn ís og ég get í mig látið án þess að fitna.
- að geta borðað eins mikið súkkulaði og ég get í mig látið án þess að fitna.
- að vera hæfileikarík.
- að vera mjó.
- að fara í klippingu.
lesa sjálfstætt fólk? okey fokkíng sjitt. má ég fá meiri pening? má ég taka til baka nokkur ár í lífi mínu?
já mig langar soldið líka til að kvarta undan því að fólk skuli beila á reykjavíkurferðum og ekki láta vita af því. það er ofarlega á kvörtunarlistanum mínum. ÉG ÞOLI EKKI FOKKÍNG LANDSHLUTASKIPTINGAR. mig langar að vera allan daginn með öllum sem ég elska. mig langar að vera dópisti NEI.
ég er fokkíng farin. það er ekki einu sinni msn í þessari tölvu og þetta er ömurleg mús og þetta er ömurlegur skóli. vó. semsagt skóladagar eru misskemmtilegir.
ætti maður kannski bara að gefa þessum geirum smá tækifæri? sleppa þessum mörum. ég held þeir séu baaad neews. allavega heyrir maður það úr flestum áttum. fyrir utan það að marar eru dópistar. reyndar eru geirarnir það líka. en þessir geirar eru allavega í sama landshluta.
líf, ég hata þig.
kegs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli