sunnudagur, september 26, 2004

fýnelalanín er eitt skemmtilegasta orð sem ég hef á ævi minni heyrt. nokkurn tímann.

símon segir... NEI! köttaðu á þetta.
fýnelalanín segir kúkaðu drengur!

ég er búin að borða ómælanlegt magn af ís í dag.
það þýðir ekkert endilega að ég sé búin að borða eitthvað sjúkt mikið af ís, hversu heimskur er maður sem ályktar það. ég gæti til dæmis ekki borðað tvö tonn af ís (ég er ekki að segja að ég geti ekki borðað mikinn ís, það er bara ekki líffræðilega mögulegt), samt er það mælanlegt.
það sem ég á við er að ég borðaði fyrst vesturbæjarís í boxi með lúxusdýfu og daim-kúlum vegna þess að sunna kom færandi hendi (sunna systir mín stjúp), svo komu pabbi og co. heim úr sundi, einnig færandi hendi, með eitt risabox á mann handa mér og sunnu, fullt af jarðaberja- og súkkulaðiís (sem við reyndar kláruðum alls ekki), nú og síðast en ekki síst var ís í eftirmat í kvöld.
það er ómögulegt að segja hve mikið magn af ís þetta er, því tala ég um ómælanlegt magn af ís.
til að bæta upp fyrir þetta ísát (og eitt kíngsæsmars í dag líka) fór ég auðvitað í sporthúsið góða.
þar angaði allt af svita annarra manna, en það er gott fyrir skilningarvitin.

já fyrir ofan mig býr maður sem spilar mikið á píanó. ég held að mitt herbergi sé hljóðbærast á píanóspilið af öllum hlutum hæðarinnar sem ég bý á ásamt föðurmínumstjúpmóðurstjúpsysturoglitlumsexáratvíburagemlingum
semeruhálfsystkynimín.
sunnudagar eru einmitt hans helstu spiladagar. þá byrjar hann að spila klukkan tólf á hádegi og spilar þar til hann fer að sofa, með smá matarpásum ef skap leyfir.
það getur verið mjög notalegt, en það getur einnig ært mann svo að sú torstjórnlega löngun til að banka uppá hjá honum og biðja hann kurteisislega til þess að koma píanóinu mjúklega fyrir á tilteknum stað í líkama sínum þar sem sólin skín ekki, ef þið vitið hvað ég á við, blossar upp í manni svo heiftarlega að maður er við það að binda sig niður með mannshárum (sterkustu hárin) til þess eins að hemja sig.

ég á afmæli eftir ellefu daga. mig langar á hárið. mig langar í modest mouse diskinn. mig langar í kid a og amnesiac (sem einn mesti aðdáandi radiohead allra tíma, tel ég það skömm að eiga ekki þessa tvo diska með þeim. það er fyrst og fremst vegna þess að fyrst um sinn líkaði mér ekki tölvuvæðing hljómsveitarinnar. en nú hefur mér (já fyrir löngu síðan) snúist hugur og ég tilbið nánast öll lög þessara diska. mig vantar þá.). mig langar í klippingu. mig langar að vera að gera eitthvað allt annað en að vera í skóla. til dæmis ekki vera í skóla.

okey ég er farin að lesa sjálfstætt fólk.
klára bókina?
skömm.
svei.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008