þriðjudagur, september 07, 2004

stolt manneskja.

ég er komin á skrið með sjálfstætt fólk. núna er ég komin inní bókina og er orðin bitur útí bjart frá sumarhúsum. fíbbl sem hann getur verið við sumarrósina sína.
en hvað ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa loksins komið þessu í gang.

fleira sem gladdi daginn minn? uu já!
ég fór á leikfélagsæfingu skástrik leiklistarnámskeið sem var hevví stemning. rosa útrás og bara alveg óendanlega hressandi.

marar: út.
geirar: inn.

á þessu augnabliki er ég glöð ung snót í mh. og ég verð að segja að það var einstaklega gaman að fá svona hressileika á el kommentos kerfos. takk fyrir sætu (sætu er æstu í annari orðaröð) rúsínupúngarnir mínir.

nú ætla ég að segja ykkur söguna af skápnum mínum.
það var einu sinni skápur sem var keyptur fyrir herbergið fyrir ofan bílskúrinn í móasíðu 7a (mitt herbergi), því þar var enginn fataskápur.
húseigendur fluttu og eigandi skápsins (ég) fékk herbergi með skápi í. skápurinn geymdist í dimmum og rökum kjallara í tvö ár, þar til eigandinn (ég) ákvað að flytja heim til föðurs síns (míns), í herbergi þar sem enginn skápur bjó í.
þá kom að því að skápurinn var dreginn aftur upp. hann var sendur í pörtum frá kjallara stórholts 6 á akureyri, til herbergis við inngang hæðar á háteigsvegi 12.
þannig fór þó að nokkrir partar gleymdust. þar má telja herðatrjáaslá, skúffur, skrautmuni og ýmsa fleiri viðarbúta. þess skal getið að þrátt fyrir það að herðatrjáaslánna vantaði, var festingin fyrir hana til staðar.
eftir langa bið; nokkrar ferðir með hina ýmsu skápaparta til reykjavíkur; ferðir í húsasmiðjuna með herðatrjáasláfestinguna til að athuga hvort ekki fengist ný slá (óvíst var hvort hin fyndist) og nokkur símtöl til akureyrar, fékkst loks allt sameinað í herbergi skápseiganda (mitt).
þegar sláin loksins berst til eigandans, kemur í ljós að festingin hefur tapast.

bömmer sittý.

þetta var saga skápsins. þetta er sorgarsaga í gegn og ég vil fá samúðarkveðjur. pabbi minn verður að festa slánna upp með skrúfu. þetta er klárlega hræðilegt og ég get vart tári varist.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008