þriðjudagur, september 14, 2004

blogga? hvað er það?

en hvað ég er glöööð. ef eitt ell er tekið úr þessari málsgrein og err sett í staðinn þá er hún orðin lygi. ég er svo glöð að ég smæla framaní heiminn og hann smælar framan í mig!

sjálfstætt fólk er mjög góð bók miðað við það sem ég hef lesið af henni! það er nú meira en margir geta sagst hafa lesið skomm.

það sem drifið hefur á daga mína er alls kostar ekki merkilegt fyrir lesendur þessarar síðu. eða maður veit svosem ekki. allavega er ég uppfull af gleði þessa dagana og það eina í heiminum sem gæti mögulega kætt mit meira en þetta væri ef akureyrskir vinir og vandamenn mættu til reykjavíkur í smá hittingu.
já hér kom smá væmni, en hver hefur ekki gott af henni, mér er spurn?

ég hef kúka ekkertmeira að segja núna og ég ætla að fara að lesa um bjart í sumarhúsum sem er þrjóskari en ég og pabbi til samans og þá er nú mikið sagt (hann er jafnvel þrjóskari en bjöggi! þá manneskju hef ég aldrei hitt, enda er bjartur í sumarhúsum skáldsagnapersóna).

ég verð samt að segja það að hann pabbi minn er einn fyndnasti maður sem lifir á þessari jörðu. ekki svona hefðbundið fyndinn eins og uppistandari sem er fyndinn. heldur bara hvernig hann gerir og segir hlutina stundum hehe. og hvað honum finnst um sumt. ég er að pælí að segja eina sögu af honum og hér kemur hún.

ég kom heim á sunnudaginn og gekk inn í öskrin í júlíu (litlu systur minni) þegar hún æpti "WOW SÁUÐI ÞETTA *hlæjhátt*!"
á því augnabliki svaraði pabbi í símann þannig að ég sussaði á hana. ég bardúsaði smá og meðan á því stóð fór júlía inní herbergi að leika sér.
ég gekk inní stofu og kom þar að pabba að blása upp blöðru (daginn eftir barnaafmæli tvíburanna, þannig að allt var fullt af uppblásnum blöðrum). ég spurði hann þá með eilítinn háðspotta í röddu ásamt brosandi andliti:
-"pabbi minn af hverju ertu að blása upp blöðru? er ekki nóg af blöðrum hérna? haha"
hann fór að mynda bros á vör (eins og átta ára barn að leika sér með barnahristu og hefur laumulega gaman að því, en það hefur komist upp um það) og svarar um hæl glottandi:
-"við vorum í keppni um hvaða blaðra færi lengst..." - þ.e.a.s. blása í blöðruna og sleppa svo loftinu úr henni þannig að hún fljúgi áfram af krafti.
á þessum tímapúnkti var hann einn inní stofu að leika sér að þessu, engin börn á svæðinu.

hahahaha. hann er svo fyndinn.

þetta var sagan af pabba mínum, og þær eru fleiri sem bíða betri tíma.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008