föstudagur, september 17, 2004

skomm. ég er veik. það er ömurlegt. ég vaknaði dáin í morgun. nei grín það er ekki hægt. en ég er með drullutussukvef og hausverk og augnaverk og hálsbólgu og HELLU! ég þoli ekki að vera endalaust stíbbluð ásamt stanslausu nefrennsli því það gerir það að verkum að maður fær hellu. djöfull sökka þær mikið.

annars fór ég í besta bað í heimi áðan. það var mega. níu kerti, ein bók, heitt vatn, gufa, kvefolía (vöðvaslakandi og góð fyrir öndunarfærin)... hvað þarf maður meira til að láta sér líða vel? kærasta? já kannski, en þeir beila... og fara í keilu. AHAHA en fyndið að þetta hafi rímað svona skemmtilega. næstum því.

það var semsagt enginn skóli í dag fyrir stefaníu. heldur bara sof og les. samt kemst ég lítið áfram í þessari bók, miðað við eðlilegt fólk. ég er allavega skriðin yfir fyrstu tvöhundruð blaðsíðurnar, loksins! þvílíkar kröfuuur sem gerðar eru til að maður geti lesið hratt. fussogsvei.

inní mér lifir nú eldheit von um að stundataflan mín sé þægileg á morgun. plís eyða og plís skemmtilegir tímar.
ég býst nú svosem ekkert við því að sú ósk rætist. það er ekki eins og þetta líf sé eitthvað í því að gleðja mann. maður verður að finna sér eitthvað svaka sniðugt til að gera til þess að spjara sig í framtíðinni. þýðir víst ekki að hugsa bara um að skemmta sér í kvöld... neinei "hugsaðu um framtíðina! lærðu núna svo þú kúkir ekki á þig þegar þú eignast börn og bú og mann með kú!"

ekki vildi bjartur fá kú.

vá hvað þetta er mikið tuð, ég hef sjaldan heyrt annað eins síðan tara var og hét. hún er reyndar ekki liðin. en hún hefur ekki búið á akureyri í tvö ár. hún flutti til reykjavíkur. sem þýðir að ég bý núna í sama landshluta og hún. tara ef þú ert að lesa þetta, viltu þá skipta við dagný og björk?
pf þær vilja nú sennilegast ekkert vera að koma hingað, allavega ekki ms. daynew sem er án efa límd við kærastann sinn. bjarkargaur býr þó í amsterdam þannig að hún gefur sér aðra hverja helgi til að koma til mín hingað í stórborgina innan gæsalappa.

-"ég er oftast kölluð tara tuð, ég tuða svo mikið... það er samt ekkert rétt sko." segir tara uppúr þurru.
-"ég er samt ekkert akureyringur. ég tala alveg með reykvískum hreim og allt... ég flutti bara hingað þegar ég var tveggja ára. mamma og pabbi eru reykvísk." segir tara með akureyrskasta hreim sem fyrirfinnst.

ok kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008