laugardagur, október 02, 2004

jæja krakkar mínir. þannig er það nú.

ég sit hér í mestu makindum NEI fyrir framan tölvuna, með gifs frá ofanverðu lærinu og niður á ökkla pökkla.
-ha! hvernig gerðist það?
-ég fór úr lið í hnénu.
-ojjj... hvað varstu að gera?
-ég var í jóga.

já krakkar mínir, þetta er ekki lygi, ég er í gifsi eftir jógaæfingar. en stórkostlega frábært. mér líkt? tjah, mér er spurn.

nú er ég búin að nota öll orðin sem eru fremst á lista flestra yfir orð sem þeir þola ekki.
-hver eru þau?
-jæja, já og tjah.
-sammála.

ég hef satt að segja ekkert á móti þessum orðum, ég hef bara átt samtal við þónokkra sem hafa haft það á orði hversu mikið þeir fyrirlíta þessi orð. stundum samt ekki samtal, ég hef nefnilega lesið þessa yfirlýsingu á einhverjum bloggum líka.

já hversu asnalegt er þetta (talum gifsið til að hafaða á hreinu (reyndar ef fólk hefði ekki verið búið að fatta það núna þá hefði það komist að því í næstu málsgrein svo að þessi svigi var nú ekki svo nauðsynlegur)). svo er gifsið farið að leka eitthvað asnalega niður löppina mína þannig að það heldur ekkert jafnvel við og fyrst um sinn.
-góð ending?
-já, alveg sólarhringur.

enn og aftur hef ég svikið forráðamann minn varðandi útivistartíma.
-útivistartíma? ertu ekki að verða átján ára gömul og sjálfráða eftir fimm daga, eða á næsta fimmtudag, þann 7. október?
-jú það passar.
-hvernig stendur á þessu?
-kröfuharður faðir.
-vóhóhóóó (björk-style)
-neinei, maður hefur sossumm gottafðessu.

ég elska sjálfstætt fólk. hún er alveg yndisleg. ég er reyndar ekki búin með bókina ennþá, en það mjakast áfram.
mér finnst hún samt það frábær að ég hugsa mikið um hana og langar mjög oft að hætta athöfnum mínum til þess að fara að lesa (fáar bækur sem ég get stært mig af þessu um... harry potter fer þar fyrir flokki), það bara passar ekki alltaf inní dagskránna sjáið til.
ég er líka farin að vitna í hana (held það sé bara það eina sem ég vitna í fyrir utan friends (oj en asnalegt að segja frá þessu (mér er svosem alveg sama, ég er í gifsi - ég er fatlafól))).

farin að lesa og sofa.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008