mánudagur, mars 14, 2005

vá af hverju fara allir svona snemma að sofa? þetta er bara svo asnalegt krakkar. þá hef ég ekkert mér til dundurs nema að bæta við annarri færslu. þá mögulega missir færslan fyrir neðan þessa kommentgildi sitt.

ég er ógeðslega þreytt. alveg ógeðslega. mig langaði svo mikið að sofa um helgina - en svona er að vera hippogkúloggóðurgestgjafi. ekki satt?
jú.

oh ég var að dansa áðan. dansi.

hey! ég var að kommenta einhvers staðar áðan og ég gerði eitthvað langt komment og fattaði að það væri efni í bloggfærslu! hvað var það aftur? oh.

já hey ég man það. ég maaaan það.
ætli þetta sé skilgreiningin á svefngalsa?
ætli þetta sé kannski bara skilgreiningin á því ég sé orðin kegsrugluð af svefnleysi undanfarinna ára?
nei ábyggilega ekki því ég er ekkert svona óskýr í hausnum allan sólarhringinn.

allavega.

efni færslunnar:
jón er svo ógeðslega skemmtilegt nafn.

haha ég er orðin svo eitthvað sofandi að ég tala (hvísla í rauninni - mishátt) með því sem ég er að skrifa.

ok sumsé.
já jón. það er bara svo gaman að segja jón, hvort heldur sem um er að ræða í byrjun málsgreinar, lok hennar eða jafnvel bara inní henni miðri. dæmi:
hæj jón.
hvað segirðu gott jón?
jón þú ert svo vitlaus.
hvernig hefurðu það jón?
jón ekki mála mig eins og kisu í framan.
jón þú skuldar mér flug.


því miður dettur mér engin málsgrein í hug í augnablikinu þar sem jón kemur fyrir í henni miðri. sorrý.

en skiljið þið hvað ég á við? þetta er svona eins og auka áhersla. og svo skemmtileg auka áhersla.
kannski finnst mér þetta bara um öll nöfn - þ.e.a.s. að það sé gaman að bæta þeim við bara til að auka áhersluna að óþörfu.
en jón er samt einstaklega skemmtilegt tilvik.

á ég að fara að sofa?
á ég að klára ritgerðina mína?

hmh.

ah fokk ég var að muna að ég gleymdi einu. en ömurlegt. helvíti. neinei. júbb.

okeyj góða nótt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008