miðvikudagur, mars 16, 2005

-mig verkjar í augun af þreytu.
-ég hlakka til að fara norður um páskana eftir nokkra daga.
-mig langar á fyllerí í fyrsta skipti í mjög, mjög, mjög langan tíma.
-ég elska þessa bók.
-mig langar að geta ort.
-mig dreymdi svefnlausan loftbelg.
-ég var að bulla af því ég datt út af því ég er að sofna.
-ég er orðin svo þreytt að stundum loka ég augunum og hálfsofna á tveimur sekúndubrotum og er útúr heiminum í smástund þar til ég rumska allt í einu við mér þegar allt að þrjár mínútur eru liðnar.
-einu sinni fannst mér beggi í einhverri af þessum sólarhljómsveitum sem ég man ekki hvað heitir (beggi sem söng ég er sko vinur þinn með hreimi í landi og sonum (oj get ekki hlustað á það lengur eftir auglýsinguna vondu)) ógeðslega kúl.
-mér finnst ómar fyndinn.
-ég er þreytt.
-ég var búin að segja það.
-það er miklu auðveldara að blogga svona. maður þarf aldrei að leiða einn hlut að öðrum - maður segir þá bara útúr kú.
-af því vanalega segir maður hluti inní kú.
-nei.
-ég held ég sé að fá hálsbólgu.
-oh nú get ég ekki hætt þessu því þetta er bara svona brain storming blogg og heilinn í mér tekur sér aldrei pásu - það er alltaf eitthvað. sem er ágætt sko - en það mætti koma fram á öðruvísi hátt en það gerir. eins og til dæmis í skólanum.
-ég elska að ég eigi fartölvu.
-nú ætla ég að halda áfram með ritgerðina - ég er komin á skrið. ég var það allavega áðan - kannski er ég búin að missa skriðið niður.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008