miðvikudagur, mars 16, 2005

krakkar. ekki grín - ég er farin að fara með svona tvo tyggjapakka á dag.

lélegur brandari. ég er að pæla í að stroka hann út. nú er ég búin að því.
hoho nú fáið þið aldrei að vita hvernig brandarinn var. vá brandari þarf að vera virkilega lélegur til að ég stroki hann út af skömm.
þessi var nú bara svo brútal. aðeins of. ákvað að sleppa honum útí bílfargið.

metnaðarfullur gaur.

america's next top model krakkar. það er málið. í síðasta þætti voru brjáluð rifrildi. það er ekkert svoleiðis búið að gerast núna.
en það sem er mjög mjög gaman er að þær eru í myndatöku á skautum. það felur í sér þær að reyna að vera geðveikt hot og hippogkúl ásamt því að þær eru að reyna að hafa stjórn á skautageðsýkinni.
þá detta þær.
það er mjög fyndið og ég er búin að hlæja geðveikt mikið. hohoho.

ég auglýsi eftir svari.
en fyndið því ég er alltaf að auglýsa eftir fari og svar rímar við svar. awesome.
allavega.
kristalsauglýsingin - eða kannski toppsauglýsingin, man það ekki - sem er eitthvað á þessa leið:
-gaur að stara á og í gegnum kristals-/toppsflösku.
-gaur sér konu stökkva af kletti og horfir á það í gegnum flöskuna.
-gaur fær sér sopa af kristalnum/toppnum.


í auglýsingunni er lag sem er eitthvað á þessa leið:
magic makes the music mooore
nanananananananaaaaa
nananananana
nananananananaaaa
your body is a temple


oh og mig langar svo ógeðslega mikið að vita hvaða lag þetta er því ég elska það. og mig langar að eiga það.
svarið sem ég auglýsi eftir er því svarið við þessari spurningu:
hvaða lag er í kristals- eða toppsauglýsingunni?
vitiði allavega hvað ég er að tala um?

jæja. þá er það að djamma feitt.
við þetta myndi björk bæta:
tvöþúsundogeitt - nema hún myndi skrifa það í tölustöfum.
þetta er alveg catching lingo. þ.e.a.s. djamma feitt tvöþúsundogeitt.
jafnvel as catching og:
awesome to tha max.

tjah maður spyr sig.

ég er södd. ég poppaði ekki. oh. ok.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008