sunnudagur, mars 06, 2005

það eru tveir línkar á leiðinni.
þeir eru báðir á blogg sem hingað til hafa reynst ágætis lesning.
annar bloggeigandinn er staddur í kína. hoh og nafnið á bloggeigandanum byrjar á sama staf og nafn landsins sem hann er í! hohoho (hann á þá við kk nafnorðið eigandinn og segir ekkert til um kyn bloggarans).
vá en mikil ráðgáta krakkar.

í gær fór ég í fyrsta labbitúrinn minn með nýju sennheiser heddfónin mín. djöfull eru þau awesome.
það elti mig krípí gaur og það fylgdist gömul krípí kona með mér útum um gluggann.
en auðvitað fattaði ég plottið á bakvið allt saman. þetta fólk er bara hluti af lífvörðunum mínum. ég er nefnilega mjög mikilvæg manneskja í samfélaginu.

vá en mikið bull. ég var bara mjög hrædd. allt hitt var samið hér og nú.

það sem ég elska:
neibb ég ætla ekki að að gera lista yfir alla þá hluti sem ég elska. þetta var bara svona ákveðin vísbending til lesenda um að nú hefst nýtt umræðuefni.

í gærnótt - eftir smá barnapass, smá djévaffdjégláp, smá sof og fleira - fór ég út að skila djévaffdjémyndinni á leiguna sem er opin allan sólarhringinn (hvílík uppgötvun sem það er nú fyrir sjónvarpsglápara (ég er reyndar ekki ein af því fólki sem tímir peningum í sjónvarpsgláp - ég er sparsöm (euphemism (þetta orð minnir mig á ásmund - besta enskukennara í heimi) yfir nískupúki?))).
eftir það kom ég við hjá hhelgu og við ákváðum að keyra aðeins um á meðan við ræddum málefni líðandi stundar, sem og fortíðar.

og hvert er ég komin? jább út fyrir efnið. sjaldgæft? neibb. takk fyrir.

ég elska að keyra niður laugarveginn, austurstrætið og götuna sem nonnabitar eru í á aðfaranóttu laugardags eða sunnudags.
það er svo geðveikt gaman að fylgjast með næturlífinu.
-sjá allt fulla fólkið ráfa þarna um og eiga erfitt með að halda jafnvægi.
-allar turdildúfurnar sem maður veltir fyrir sér hvort séu kærstupar eða einnarnæturgaman-stundarar.
-alla hardcore gaurana að dissa aðra hardcore gaura.
-allan greyið lýðinn sem þrætir við dyraverðina af því þeir hleypa honum ekki inn.

það er líka ógeðslega gaman að sitja til dæmis á kaffihúsi og fylgjast með fólki. það er svo gaman að horfa á fólkið tala saman og vita ekki hvað það er að tala um en fylgjast samt með svipbrigðunum og handahreyfingunum. ég get setið og fylgst með þessu óralengi.

þegar maður situr í stórum hópi fólks eru yfirleitt mörg samtöl í gangi. þá finnst mér awesomely amusing líka að hlusta á eitt samtalið í nokkrar sekúndur, færa mig svo yfir í annað o.s.frv. og svo jafnvel reyna að vera hluti af þeim öllum á sama tíma.

þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég veit - að fylgjast með fólki. það er svo gaman að sjá fjölbreytileikann. vitiði hvað ég meina?

helmíngur málefnalegur, helmíngur um ekkert.

sniðug málamiðlun.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008