sunnudagur, mars 13, 2005

ætti maður að blogga?

af þeim milljón bloggum sem ég hef lesið í dag (nei) hafa fimm þeirra byrjað á "ég veit ekkert um hvað ég á að skrifa - en það kemur þegar ég byrja" eða eitthvað í áttina að því.

nú byrjar mitt blogg tæknilega á því líka - en samt ekki frá mér komið. ég veit aldrei hvað ég á að skrifa en ekki læt ég það hindra mig í frábærum lífssögum mínum hér á veraldarvefnum.
fallegt.

þessi helgi var gjörsamlega awesome to tha max. to tha max. to tha max. tsjiggatsjigga. (remix). (nei grín haha).

stebbi var einu sinni alltaf að segja tsjiggatsjigga. réttupphendsemmaneftirðí!

ég var ein heima. þess hefur verið getið. ég var einu sinni getin. ég get líka getið. getið þið getið?
hohoho orðaleikur. hohoho.

ég eldaði fyrir vini. björk bakaði fyrir vini. namminamm. björk er meistarinn í eplabökugerð. ég ætla að gerast meistari í eplabökugerð. ég ætla að mastera þetta og rústa henni svo í dans-battli. (grín eins og eplakökugerð tengist eitthvað dans-battli haha fattaru?)

svo komu gestir og þeir hlógu og ég hló og einn þeirra prumpaði á annan.

------

gullmolar helgarinnar:

-gjé björk. gjörk. jerk. björk jerk. hahahaha.
björk: "ég trúi ekki að þið hafið fundið uppnefni sem rímar við nafnið mitt! mamma pg pabbi skírðu mig með það í huga að það væri ekki hægt að uppnefna mig!"
hahahaha.

-select-kona: "steiktan, hráan eða karteflusalat?"
jón: "afsakið?"
select-kona: *staraájónogbíðaeftirsvarialvegútúrheiminum*
jón: "það þýðir segja aftur á akureyri!"

-prump.

-hláturinn hennar önnu.

-raddleysið hans stefáns

-"ég hef aldrei keyrt á móti sjö einstefnum í röð"

------

kannski eru þetta svona youhadtobethere-gullmolar. en kannski ekki. njótið vel.

takk fyrir helgina björk, guðjón, stefán, anna, sveinn, jón, victor, olga, andri, helga, sunna, björgvin, zoe, hildur og fleiri.

ég elska akureyri og fólkið sem kemur þaðan.

jæja. best að fara að skrifa um ást og appelsínur.
mæli með þeirri hrollvekju.

... ég elti þig og náði þér
kreisti þig og kramdi
"krúttið mitt" sagði ég
og kyssti þig á munninn.

en þú kúgaðist og ældir
og ég sleppti ég þér aftur
svo datt ég á bakið
og datt oní grasið
og yfir mér heyrði ég
rödd þína segja
"gott að þú ert dáin".


kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008