já nú er ég veik.
ég er að drekka heitt vatn með engiferrót í. mjög hressandi. ég setti samt of lítið af engiferrótinni. vatnið er ekki nógu bragðsterkt.
ég hef aðra sögu að færa.
ég hef brennt mig svo oft á brigðulleika internetsins að alltaf þegar ég sendi færslu eða komment á bloggið mitt - eða annarra - þá klippi ég textann ("copy" á fræðimáli) svo að ef til þess kemur að textinn detti út þá hef ég þann valmöguleika að geta einfaldlega límt hann ("paste" á fræðimáli) í stað þess að endurskrifa hann - sem getur valdið mjög miklum sálrænum erfiðleikum og pirringi.
helvítis fljótfærnin í mér áðan olli því að ég klippti ekki textann áður en ég kommentaði á nýju færsluna hans stefáns upphrópunarmerki.
ég bara skil þetta ekki þar sem það er orðinn svo mikill vani hjá mér að ýta á ctrl+a og svo ctrl+c áður en ég sendi textann. það eru sjálfvirk viðbrögð. svona fo'real.
já allavega. það er nú sjaldnar sem kommentin koma ekki, en þetta er samt góður vani vegna þess að það kemur fyrir.
nú jæja. ég semsagt gleymdi mér í amstri dagsins áðan og klippti ekki.
viti menn:
kommentið kom ekki vegna þess að internet explorer kogsaði.
frábært NEI.
jæja. þá er sögustund lokið að sinni.
ég þakka áheyrnina og kveð með angurværð í hjarta (upp að vissu marki).
kegs.
*ýtaáctrl+aogctrl+c*
pjéss. SJITTFOKKHELL ég var að bryðja nokkra bita af engiferrót og mér líður eins og munnur minn og háls séu að brenna af mér.
takkfyrirbless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli