ég hef svo mikið að segja af því ég er ekki búin að blogga svo lengi.
ég var að enda við að lesa fullt af gömlum færslum.
rifja upp gamla tíma - gamlar ástir - gamla vini - gamla bústaði (staður sem maður býr á, ekki hús sem maður leigir eina helgi/viku) - gamla bekki.
mér finnst hevví asnalegt að ég hafi ekki búið lengur í móasíðu sjö a. það var ótrúlega gott hús.
sem á reyndar slæmar minningar. einar af mínum verstu - en þeim er hægt að vinna úr.
það er mjög gott að dýfa vanilluíspinna út í svissmiss. mæli meððí.
lærdómurinn hefur tekið yfir líf mitt. ég hef ekki tíma til neins annars og vil ég biðjast afsökunar á sinnuleysi mínu í garð vina og vandamanna.
slatti sem eftir er; fimm próf - ritgerðir (best að skrifa ekki fjölda þeirra - einhver gæti reiðst).
teljarinn er að standa sig svona semível.
talan eykst hægt og bítandi.
planið er reyndar að hafa teljarann bara þarna í brot úr tíma jarðar.
mig langaði bara til þess að sjá hversu margir eru að svíkjast undan kommentaskyldu sinni, viðveruskráningu og áhugatjáningu.
ég hef komið í legoland.
þegar ég var lítil hélt ég að tyggjó væri svona kramið á götunni vegna þess að þegar fólk henti því útúr sér stigi það ofan á það.
ég komst að raun um annað þegar ég framkvæmdi það sjálf í fyrsta skipti.
hvað gerðist? jú, tyggjóið límdist við skóna mína og fáfræði barnsins skapaði vesen.
ég fattaði samt ekki strax hvernig tyggjóið kremdist þá svona á götum bæja og borga - það var ekki fyrren síðar meir.
ég held að tyggjólosun á göturnar fari minnkandi. sem er frábært vegna þess að fátt (eða jú alveg ágætlega margt) er subbulegra en fullt af tyggjóklessum á gangstéttum og götum - það fyrirfinnst einkum í miklu magni fyrir utan fjölfarna staði ungs fólks, t.d. menntaskóla, strætóstoppustöðvar og skemmtistaði.
við íhugun málsins held að ég hendi tyggjóinu mínu oftast nær í ruslafötur eða á aðra staði ætluðum rusli.
já nú er ég búin að teikna mynd af stelpu. það var mjög gaman.
má ég vera hún? má ég vera búin með öll verkefni í skóla? má ég vera með ofurheila? má ég fara til akureyrar?
drasl.
kegs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli