mánudagur, nóvember 29, 2004

frábær pödduteiknari og drottnari grænmetis og kakkalakka hefur bæst í hóp vor.
hann heitir ómar - og á hér með link hér til hliðar.
hann fær mín einlægu meðmæli og ég mæli sterklega með innliti á þetta frábæra bloggdraslsjittfokk. (http://folk.is/platypus).

HAHAHA. fokksjitthell. (þetta er það sem ég sagði oft þegar ég las fyrstu færsluna hans (samt er alveg soldið af einkahúmor... en samt ekkert mikið. en smá. en það er samt fyndið þó maður fatti ekki einkahúmorinn - er ég nokkuð viss um)).

núna verð ég að segja eitt stykki sögu.

ég var að prenta út í formi uppkasts - sem þýðir lélegri gæði og gífurlegur hraði prentunar.
ég ýtti á print - leit niður á prentarann og sá að gaurinn var tómur - engin blöð.
ég hugsaði með mér "jæja, ég næ þá í fleiri blöð. þetta verður nú samt smá leiðinlegt því ef prentarinn á að prenta en hefur engin blöð að geyma þá er alltaf eitthvað smá vesen að koma honum af stað aftur."
ég heyrði prentarann byrja samt að prenta, svo að rökhugsun mín ályktaði að það hafi verið eitt blað í prentaranum. sem reyndist rétt.
ég stökk því af stað til að ná í fleiri blöð (þau eru geymd á skápnum inní herberginu mínu (tölvan er líka þar) þannig að það var svosem ekki langt að fara).

þetta krafðist mikilla snúninga sem hér verður lýst í nokkuð smáum atriðum, en fyrst hvernig líkamsstaða mín var þegar ég hóf ferlið:
-ég sat og var að gera mig klára til að standa upp í þeim tilgangi að sækja blöð.
-ég heyrði prentarann byrja að prenta.
-ég beygði mig niður svo að ég sæi undir borð (þar er prentarinn staðsettur) og sá að prentarinn var byrjaður að prenta því það kom á daginn að hann átti eftir eitt blað.
-ég stökk upp af stólnum.
-ég sneri mér til hægri í þeim tilgangi að komast framhjá stólnum.
-ég rann til (þó ekki alvarlega) því ég er í ullarsokkum.
-ég teygði mig uppá skáp og inní pappírsvafninginn sem hefur að geyma prentarablöðin.
-ég náði í slatta af blöðum.
-ég stökk af stað til baka.
-ég henti mér á gólfið (og meiddi mig í olnboganum og hnjánum og annarri ristinni).
-ég teygði mig með blaðabunkann í prentarann.
-ég (gerði ekkert, vildi bara ekki skemma ég-mynstrið). prentarinn kláraði að prenta fyrsta blaðið.
-ég stakk bunkanum inn.
-ég fann efsta blaðið renna úr greipum mér þegar prentarinn tók nýtt blað.

og ég kalla mig smooooooooth eftir þetta.
það eru ekki allir sem gætu staðið sig undir svona pressu og reddað málunum þannig að vesenið sem hæfist uppúr ekki nægum blöðum í prentaranum yrði að raunveruleika.

takk fyrir og góða nótt.
eða kegs, eins og einhver segir.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008