fimmtudagur, nóvember 04, 2004

FOKKÍNG JÁ fokkíng tussudrasl blogger er ekki búinn að virka hjá mér í tvö ár.
nei þetta var nú ýkjun. en mér er alveg sama.

það er ég var að hugsa um áðan er gussguss nei það er ekki satt.

ég var að hugsa að ég var aldrei búin að láta vita að það væru komnar örfáar nýjar myndir á myndasíðuna mína. af mér, dagný og bjögga. ég vildi setja fleiri, en þær voru of stórar (tölvumál sem ekki allir skilja, sorrý að þið séuð ekki jafn kúl og ég) og of lítið pláss (líka tölvumál) á myndasíðunni til að koma fleirum myndum frá þessum degi á síðuna.
það kemur seinna. ég læt bjögga bara gera það. hann er svo góður.

fyrir utan það að hann kemur ekki með manni útí búð að kaupa ís, sem er það fáránlegasta sem ég hef heyrt sirkabát.

stuttu seinna komst ég reyndar að því að ég á tvo svoleiðis vini í viðbót! þeir heita gurli og parli.
hvers konar vinir eru það sem fara ekki með manni útí búð að kaupa ís? enn fremur, hvers konar vinir eru það sem langar ekki það mikið í ís að þeir vilji fara út í búð að kaupa sér hann?! tjah, mér er spurn.

já svo ætla ég líka að bæta við einum línk. og kannski bráðum öðrum.
sá fyrri er vegna loforðs um klínk eða línk. þar sem ég á ekki klínk þá held ég að ég setji línk.
sá seinni kemur þegar ég hef fylgst með því bloggi um stund til að tryggja það að sá bloggari sé fyndinn og skemmtilegur og almennilegur bloggari. það kemur í ljós með tímans tönn.

það fær nefnilega ekkert blogg link hjá mér fyrren sannast hefur að það sé fyndið.

ég fór aðeins af þessari bloggfærslu til að finna smá upplýsingar um blogg eitt (samt öðru en áðurnefnt blogg sem ég á eftir að athuga betur) og komst að þeirri niðurstöðu að eigandi þess bloggs er alveg ágætlega fyndinn og ég ætla að gefa honum línk líka.

nú er ég að pæla í að fara þá að vinna að þessum línkamálum og kveð því í bili.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008