þriðjudagur, nóvember 30, 2004

þetta er ekki eðlilegt.
ég er orðin þreytt á þessum öskrum. er ekki bara hægt að halda ró sinni? þetta er svo smitandi. ef einn öskrar þá byrja hinir að öskra. þetta er ekki góð fyrirmynd. þetta er smitandi. ef fólk verður endalaust vitni að rifrildum og skömmum verður það helsta samskiptaleið þess.

plís róa sig.

ég-boð?

annars, tékkitt:
nýr línkur: gáfuðu stelpurnar
nokkrar ungar meyjar með besta blogg í heimi. svara líka athyglisverðum spurningum með athyglisverðum svörum.

kegs.
mér er svo kalt og mér líður svo illa að ég er að deyja.
en ég er samt ekki í alvöru að deyja. en mér líður þannig.
en samt ekki alveg í alvöru.
en mér er geðveikt kalt og líður ömurlega.

ég þoli ekki kvef. helvítis drasl.
já. jón ofurmaður fékk línk hjá mér.
hann er mjög fyndinn. og ég ætla að vitna í fynduna hans hérna:
ég og blablakegfaælfadfaevaj áttum samtal sldafjæelfjae og áttum að setja nafn hvors annars bæði fyrir og eftir hvert orð sem við sögðum. samtalið varð svona:
jón þú jón jón ert jón jón fín jón jón gaur jón, jón jón jón.

sem mér finnst mjög fyndið og ég hló mjög mikið þegar ég las það.

okeyjbæjeðakegs.
sjaldan hefur bros átt betur við til að lýsa tilfinningum mínum.

ritgerðin er tilbúin og ég á næstum því þann sem ég vil eiga.

mánudagur, nóvember 29, 2004

já nú er ég veik.
ég er að drekka heitt vatn með engiferrót í. mjög hressandi. ég setti samt of lítið af engiferrótinni. vatnið er ekki nógu bragðsterkt.

ég hef aðra sögu að færa.

ég hef brennt mig svo oft á brigðulleika internetsins að alltaf þegar ég sendi færslu eða komment á bloggið mitt - eða annarra - þá klippi ég textann ("copy" á fræðimáli) svo að ef til þess kemur að textinn detti út þá hef ég þann valmöguleika að geta einfaldlega límt hann ("paste" á fræðimáli) í stað þess að endurskrifa hann - sem getur valdið mjög miklum sálrænum erfiðleikum og pirringi.

helvítis fljótfærnin í mér áðan olli því að ég klippti ekki textann áður en ég kommentaði á nýju færsluna hans stefáns upphrópunarmerki.
ég bara skil þetta ekki þar sem það er orðinn svo mikill vani hjá mér að ýta á ctrl+a og svo ctrl+c áður en ég sendi textann. það eru sjálfvirk viðbrögð. svona fo'real.

já allavega. það er nú sjaldnar sem kommentin koma ekki, en þetta er samt góður vani vegna þess að það kemur fyrir.
nú jæja. ég semsagt gleymdi mér í amstri dagsins áðan og klippti ekki.
viti menn:
kommentið kom ekki vegna þess að internet explorer kogsaði.
frábært NEI.

jæja. þá er sögustund lokið að sinni.
ég þakka áheyrnina og kveð með angurværð í hjarta (upp að vissu marki).

kegs.
*ýtaáctrl+aogctrl+c*

pjéss. SJITTFOKKHELL ég var að bryðja nokkra bita af engiferrót og mér líður eins og munnur minn og háls séu að brenna af mér.

takkfyrirbless.
frábær pödduteiknari og drottnari grænmetis og kakkalakka hefur bæst í hóp vor.
hann heitir ómar - og á hér með link hér til hliðar.
hann fær mín einlægu meðmæli og ég mæli sterklega með innliti á þetta frábæra bloggdraslsjittfokk. (http://folk.is/platypus).

HAHAHA. fokksjitthell. (þetta er það sem ég sagði oft þegar ég las fyrstu færsluna hans (samt er alveg soldið af einkahúmor... en samt ekkert mikið. en smá. en það er samt fyndið þó maður fatti ekki einkahúmorinn - er ég nokkuð viss um)).

núna verð ég að segja eitt stykki sögu.

ég var að prenta út í formi uppkasts - sem þýðir lélegri gæði og gífurlegur hraði prentunar.
ég ýtti á print - leit niður á prentarann og sá að gaurinn var tómur - engin blöð.
ég hugsaði með mér "jæja, ég næ þá í fleiri blöð. þetta verður nú samt smá leiðinlegt því ef prentarinn á að prenta en hefur engin blöð að geyma þá er alltaf eitthvað smá vesen að koma honum af stað aftur."
ég heyrði prentarann byrja samt að prenta, svo að rökhugsun mín ályktaði að það hafi verið eitt blað í prentaranum. sem reyndist rétt.
ég stökk því af stað til að ná í fleiri blöð (þau eru geymd á skápnum inní herberginu mínu (tölvan er líka þar) þannig að það var svosem ekki langt að fara).

þetta krafðist mikilla snúninga sem hér verður lýst í nokkuð smáum atriðum, en fyrst hvernig líkamsstaða mín var þegar ég hóf ferlið:
-ég sat og var að gera mig klára til að standa upp í þeim tilgangi að sækja blöð.
-ég heyrði prentarann byrja að prenta.
-ég beygði mig niður svo að ég sæi undir borð (þar er prentarinn staðsettur) og sá að prentarinn var byrjaður að prenta því það kom á daginn að hann átti eftir eitt blað.
-ég stökk upp af stólnum.
-ég sneri mér til hægri í þeim tilgangi að komast framhjá stólnum.
-ég rann til (þó ekki alvarlega) því ég er í ullarsokkum.
-ég teygði mig uppá skáp og inní pappírsvafninginn sem hefur að geyma prentarablöðin.
-ég náði í slatta af blöðum.
-ég stökk af stað til baka.
-ég henti mér á gólfið (og meiddi mig í olnboganum og hnjánum og annarri ristinni).
-ég teygði mig með blaðabunkann í prentarann.
-ég (gerði ekkert, vildi bara ekki skemma ég-mynstrið). prentarinn kláraði að prenta fyrsta blaðið.
-ég stakk bunkanum inn.
-ég fann efsta blaðið renna úr greipum mér þegar prentarinn tók nýtt blað.

og ég kalla mig smooooooooth eftir þetta.
það eru ekki allir sem gætu staðið sig undir svona pressu og reddað málunum þannig að vesenið sem hæfist uppúr ekki nægum blöðum í prentaranum yrði að raunveruleika.

takk fyrir og góða nótt.
eða kegs, eins og einhver segir.

laugardagur, nóvember 27, 2004

ég hef svo mikið að segja af því ég er ekki búin að blogga svo lengi.

ég var að enda við að lesa fullt af gömlum færslum.
rifja upp gamla tíma - gamlar ástir - gamla vini - gamla bústaði (staður sem maður býr á, ekki hús sem maður leigir eina helgi/viku) - gamla bekki.

mér finnst hevví asnalegt að ég hafi ekki búið lengur í móasíðu sjö a. það var ótrúlega gott hús.
sem á reyndar slæmar minningar. einar af mínum verstu - en þeim er hægt að vinna úr.

það er mjög gott að dýfa vanilluíspinna út í svissmiss. mæli meððí.

lærdómurinn hefur tekið yfir líf mitt. ég hef ekki tíma til neins annars og vil ég biðjast afsökunar á sinnuleysi mínu í garð vina og vandamanna.
slatti sem eftir er; fimm próf - ritgerðir (best að skrifa ekki fjölda þeirra - einhver gæti reiðst).

teljarinn er að standa sig svona semível.
talan eykst hægt og bítandi.
planið er reyndar að hafa teljarann bara þarna í brot úr tíma jarðar.
mig langaði bara til þess að sjá hversu margir eru að svíkjast undan kommentaskyldu sinni, viðveruskráningu og áhugatjáningu.

ég hef komið í legoland.

þegar ég var lítil hélt ég að tyggjó væri svona kramið á götunni vegna þess að þegar fólk henti því útúr sér stigi það ofan á það.
ég komst að raun um annað þegar ég framkvæmdi það sjálf í fyrsta skipti.
hvað gerðist? jú, tyggjóið límdist við skóna mína og fáfræði barnsins skapaði vesen.
ég fattaði samt ekki strax hvernig tyggjóið kremdist þá svona á götum bæja og borga - það var ekki fyrren síðar meir.

ég held að tyggjólosun á göturnar fari minnkandi. sem er frábært vegna þess að fátt (eða jú alveg ágætlega margt) er subbulegra en fullt af tyggjóklessum á gangstéttum og götum - það fyrirfinnst einkum í miklu magni fyrir utan fjölfarna staði ungs fólks, t.d. menntaskóla, strætóstoppustöðvar og skemmtistaði.
við íhugun málsins held að ég hendi tyggjóinu mínu oftast nær í ruslafötur eða á aðra staði ætluðum rusli.

já nú er ég búin að teikna mynd af stelpu. það var mjög gaman.
má ég vera hún? má ég vera búin með öll verkefni í skóla? má ég vera með ofurheila? má ég fara til akureyrar?

drasl.

kegs.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

jájá krakkar mínir.
ég ákvað að testaða að setja teljara.
langar bara að tékkáðessusjitti.
en síðasta bloggfærsla er meirablogg og hún er fyrir neðan. þessi var bara til að láta vita af teljaranum. af því hann er ósýnilegur NEI.
af því mér finnst gaman að blogga.
deuce
Pronunciation: 'düs also 'dyüs
Function: noun
Etymology: Middle French deus two, from Latin duos, accusative masculine of duo two
[obsolete English deuce bad luck] a : DEVIL, DICKENS -- used chiefly as a mild oath <deuce is he up to now> b : something notable of its kind <deuce of a mess>

þetta er besta orð sem ég veit um hahaha. deuce.

ELO - blinded by the light
er bestasta lagið.
deuce kemur þar fyrir.

þetta lag vekur upp minningar um gamla og góða tíma. þar sem allt fer í fokk og verður svo væmið undir rest...
- nei þetta er ekki það sem ég ætlaði að segja.
bara um leið og ég byrjaði að skrifa "þar sem..." þá datt mér í hug "...allt fer í fokk..." sem er lína sem hlynur fer með í skyttulagi.
það sem þarna átti að standa er:
þar sem allt var fyndið og skemmtilegt og rúmhvílur tíðar.

já.

annars er það af mér að frétta að ég er nú búin að bræða eitt stykki flösku þannig að hún er afmynduð.
til þess að hægt sé að nota hana sem leikmun í leikriiiit.

okeyjbæj.

nei ég meina kegs.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

þú varst kaldur
og kyrrðin þig þakti
konulausan
og tími þinn leið
regnvotar götur
og gljáandi stræti
gátu aðeins aukið þina neyð

þú sást á vappi vængjaða skugga
voteyga með hvít augnahár
og dvergvaxið frík með fölgræn augu
og feitan trúð er seldi börnum tár

já blásvartir
hrafnar í hjartanu búa
þar hoppa þeir
og krúnka lágt
því síst af öllu
vildu þeir vekja
vitund þín'um miðja nátt

og þú skynjar í skelfingu þinni
skyndilega verður allt ljóst
ósnortin liggur gáta þín grafin
í götunni þar sem þú áður bjóst

hvar átt'að leita
liggur ekki fyrir
leyndarmálið er vel geymt
gamli hrollurinn
þig heltekur aftur
í hverri íbúð er þar reimt

fékkst þér í pípu og púaðir stórum
pírðir augun sljó og rauð
heila þínum vafðir í
fjólublátt flauel
fannst tilveran vera grá og snauð

já borgin
er full af draugum drengur
sem í dimmum
skotum oft þar sjást
þeir töpuðu æskunni
og ellinni líka
og eiga barasta skilið að þjást

í myrkrinu augun þín æla ljósi
ísaköld birtan var hrímgrá
þínar eigin hugsanir
halda þér föstum
og höggva þig niður aftan frá

-bubbi

þetta lag heitir þetta feitletraða í textanum og er með þessum feitletraða fyrir aftan bandstrikið og er með bestu lögum í öllum heiminum - að mínu mati.

rosalega kalt inní herberginu mínu. alveg mjög.

ég ætlaði ekkert að blogga neitt mikið hérna, ég ætlaði að leyfa hinni færslunni að lifa eilítið lengur. heiðursfærslunni.
en tjáningarþörf mín hefur sigurinn.

nýir línkar.

tékkitt.

olga
halli
andri
finnur
katrín

hafið það annars gott í snjónum.

kegs.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

já ég er að hafa það gott.
ja svona semí gott. ég hef haft það betra.

mig dreymdi ógeðslega ömurlegan draum um vinkonu mína í nótt. vinkonu mína sem ég á í súru sambandi við núna. það er til dæmis mjög asnalegt og dregur daga mína niður.

og það má jafnvel segja að í framhaldi af þessari umræðu þá má þess geta að ég er á skyttutímabili núna.
það sem ég á við með þessu er að ég er að hlusta á skytturnar mjög mikið þessa dagana, sem kemur einmitt í reglulegum tímabilum eins og aðrar hljómsveitir sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

já krakkar mínir, svarið kom með blóðinu, sumsé birkir bé, taktu við og sjáðu til - hiphop ættartré.

þetta er einmitt mjög skemmtileg málsgrein (að "já krakkar mínir" undanskildu) í lagi með skyttunum og forgotten lores, sem eru einmitt bræðrahljómsveitir.
og það er einmitt einn af mínum uppáhalds íslensku röppurum sem fer með þessa hressandi línu (er hún hvít? (nei þetta var brandari. af því það er talað um að fá sér línu - og þannig línur eiga skv. skilgreiningunni að vera hressandi)).
og birkir bé, yrkisefni málsgreinarinnar, er einmitt bróðirinn sem tengir hljómsveitirnar saman ásamt höfundi hennar - sem er einmitt nokkuð auðséð á málsgreininni.
og það er einmitt núverandi samhljómsveitúngur höfundarins sem fer með eina af mínum uppáhaldssetningum í tónlist heimsins.
og hún hljómar einmitt svona:
"ef heimurinn lætur brúðu nauðga börnum vona ég að enginn togi í strengina"
og er einmitt ádeila á guð. enda heitir lagið einmitt guðlast.

ég gæti reyndar haldið lengi áfram að telja upp línur í lögum skyttanna sem mér finnst ýmist góðar pælingar eður skemmtilega fram settar.
þá má nefna:
  • "mig vantar líf, nýtt hjart'en ég dreg alltaf spaða."
  • "hvenær ætlarðu að byrja að taka upp?"
  • "ég er bara blaðra."
  • "einn af fjöldanum, mother fokker"
  • "við lærðum að les'en ekki skilja - lærðum að hald'en ekki hugsa - lærðum að svindla, slást og vilja - lærðum að vesenast og slugsa - kær'okkur kollótt um annarra manna mál - lærðum að setj'okkur reglur sem óhaggandi stál, en á móti þá lærðum við að gera við hár."
  • diddifel að stynja í skytts featuring effell.
  • "tsjiggtsjiggatsjiggatssssj" (hvíslað).
  • fyrri parturinn hans heimis í sama lagi (skytts featuring effell). allur parturinn er megasjitt og gefur mér fiðríng í magann vegna svalleika og fílíngs. brot: "og rödd mín faðmar taktinn eins og hefðarfrú með klút. ég borða orð úr andartakinu og set þau niður á blað."
  • áðurnefnd ættartréslína.
  • "ég hef kallað stelpu druslu, það er ekkert illa meint."
  • "nefndu mér einn dyravörð á íslandi sem er ekki fokkíng tsjokkó."
  • "fórst í vont skap, svo fór það."
  • "reynd'að slaka á, þú vilt ekki end'uppi með eitt stykki magasár."
  • "fólk spyr mig hvort ég sé að djóga undrandi."
  • "pæliðí öllum þeim sem þurfa þess að sakna."
  • "við eigum peningana."
  • "kæmust flestir á slíkum stöðum ekki af ef þeir hugsuðu um hina?"
  • "ég sofn'á hverju kvöldi, viss um það að vakna næsta dag."
  • "guð þú skapaðir þú fórst, fokkíng aumingi."
  • "adam og eva entust sjö dag'í paradís - það er ekki góð byrjun fyrir hvaða guð sem er."
  • "þú ert pólitík."
  • "hvaða almætti er það sem velur erfiðustu leiðina? hvaða algott afl er það sem horfir hljótt á sárustu neyðina?"
  • "maðurinn er barn og það er alltaf skrímsl'í skápnum."
  • "guð sem hefur liðið mannkynssöguna, hann elskar ekki mannkynið og hvers konar faðir er það sem felur sig og elskar ekki barnið sitt?"
  • áður nefnd strengjabrúðusetning sem er þess verðug að vera rituð aftur (og aftur): "ef heimurinn lætur brúðu nauðga börnum vona ég að enginn togi í strengina."
  • "enginn hér er öðruvísi en þú."

já, það má segja að mér þyki nokkuð í þetta illgresi spunnið.

nú er þessari umfjöllun um akureyrsku hipphopparana, skytturnar, lokið og ég þakka fyrir mig.

einnig býð ég góða nótt og vona að þið hafið haft gagn og gaman að.

diskur stundarinnar: skytturnar - illgresið.

kegs.

mánudagur, nóvember 15, 2004

"mig dreymdi jarðarförina þína í nótt.. þú varst að vísu ekki dáin"

er ekki besta essemmess sem ég hef fengið.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

mig langaði bara til þess að sýna hversu fyndin ég er NEI.
mig langaði bara til þess að láta vita af því að ég er alls ekki þreytt, hef aldrei verið þreytt og verð það ábyggilega aldrei NEI.
af því að ég er hörkutól.
ég ætla ekkert að segja nei við þessu. ég er hörkutól, því verður ekki neitað nema í lygi.

það er soldið fyndið að í einu lagi sem ég man ekki hvað heitir með tónlistarmanni sem ég veit alveg hvað heitir þá syngur aðstoðarsöngkonan hans eitthvað orð og ég heyri ekki alveg hvað það er, en það gæti verið geðveikt eðlilegt orð en það gæti líka verið geðveikt funky president orð sem er dónó. og það er geðveikt fyndið.
samt er það ekkert geðveikt fyndið, en smá. líka sko af því að ég er ekkert alveg viss hvort þetta er það eðlilega eða dónalega.

jæja.
ég ætla þá að fara að deyja úr þreytu.
takk fyrir það.

ef einhver getur þá má hann koma með brynjuís fyrir mig.
tæknin getur hjálpað til við það. nú á tíðum er nefnilega hægt að halda hlutum köldum með rafmagni.

ég er samt alveg rennandi blaut. djöfull.
þeir sem vita símann minn mega alveg senda mér essemmess af bestu essemmesssíðu í heimi (sem áður hefur verið umrædd á þessu bloggi. hún er http://vit.is/spsms og býður uppá frítt hundrað stafa essemmess.
hún er hinsvegar nafnlaus þannig að nokkuð nauðsynlegt er fyrir fólk að geta nafns í essemmessunum, og númers ef þess gæti þurft) til að spyrja nánar útí votleikann.
hinum kemur það ekki við. engan veginn.

okeyj bæj, eða kegs eins og sumir segðu - bara ég samt.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

gvuð minn góður ég er að tilbiðja þennan mann svo mikið og mér finnst svo sárt og sorglegt að ég hafi ekki uppgötvað hann betur mun fyrr.
að hafa ekki keypt
o
fyrr er nánast glæpur.

já margt gott fæst af því að fara að heiman krakkar mínir.
þar á meðal að búa heima hjá frænda sínum sem er með þeim bestu í geimi heimi og á alla bestu tónlist í geimi heimi.
þegar ég var að "gera mig reddí fyrir djammið", ef svo má að orði komast, airwaves-föstudaginn, byrjaði ég kvöldið heima hjá davíð frænda.
eftir að hann og nokkrir ágætlega myndarlegir vinir hans höfðu lokið gríni sínu að mér vegna mikils tíma og vesens í kringum undirbúning bæjarferðar skildu þeir mig eftir með íbúðina fyrir mig og of mikið af góðri tónlist til að velja úr (já þetta er mjög löng setning... ég get svosem alveg breytt henni þannig að hún verði skiljanlegri og hnitmiðaðri, en ég er að pælí að sleppa því).

ég valdi því að setja o með damien rice í tækið þar sem ég hafði aðeins hlustað á nokkur sýnishorn og líkað vel.
mér hefur sjaldan liðið jafn vel í samfylgd einhverrar tónlistar.

ég held ég hafi komist að þeirri niðurstöðu að ég lagið amie með þessum meistara er eitt besta lag sem ég hef heyrt á minni löngu (innan gæsalappa) ævi.
fyrir þá sem eiga diskinn skrifaðan og eru ekki með nöfnin á hreinu þá er amie lag númer segs á disknum o.

takk davíð, fyrir að vera mjög frábær frændi - sérstaklega í neyð - með alveg úrvalstónlistarsmekk.

já fyrst ég er nú að nánast tileinka davíð þessa færslu þá má þess geta að fyrir svolitlu síðan fann mamma mín og afhenti mér púða sem amma mín gerði handa mér þegar ég var ung snót (samhengið kemur síðar).
þannig er mál með vexti að davíð er litli bróðir mömmu minnar, en þar sem mamma var orðin tólf ára gömul þegar dabbi (sem passar engan veginn sem nafn fyrir davíð frænda) litli fæddist, og þar sem mamma mín eignaðist mig ung, þá munar aðeins fimm árum á mér og davíð.
það sem er einnig afleiðing ungs barnseignaraldurs móður minnar er að ég og davíð deildum heimili í þónokkur ár sem gerði það að verkum að við vorum nokkuð lík systkinum í hegðun og væntumþykju.

amma gerði fyrir mig púða sem öðrum megin geymir
-mynd af garfield í englalíki og áletrunina "góða nótt ömmudúlla"
en hinum megin er
-mynd af garfield með brúnan bangsa í örmum sér og áletrunin "sofðu rótt davíðssnúlla".

sjaldan hefur púði glatt mig meira. bæði þegar ég fékk hann að gjöf sem og þegar mamma afhenti mér eftir ára aðskilnað.

vá en væmin færsla.
mér líður svona.
já svo er ég líka orðin soldið þreytt á sumum vinum. og ég nenni ekki að hafa samband við þá. til þess að langa það þarf að vera sameiginlegur áhugi fyrir vináttu ásamt sameiginlegri sýningu á ást.
drasl.

ég væri til í að vera á akureyri núna. þar eru soldið margir sem mér þykir soldið vænt um. eiginlega bara langflestir. og ég elska þá soldið mikið.

krakkar, ég elska ykkur.

jæja,
kegs.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

ég skal segja lesendum síðunnar frá alvarlegu vandamáli mínu.
ef þeir eru einhverjir.
vandamálið er samt kannski ekki svo alvarlegt, en það er mjög pirrandi.

þannig er mál með vexti að ég hef það ekki í mér að geta mætt á réttum tíma. þessi eiginleiki hefur stigmagnast með árunum og flestir sem umgangast mig að einhverju leiti þekkja þennan eiginlega mjög vel og líkar jafnvel illa við hann.
þetta sýnir klárlega að ég mæti aldrei á réttum tíma í fyrsta tíma hvers dags, það er mér ofviða.
þessi persónugalli er að leiða til falls í sögu. það er vegna þess að þetta er próflaus áfangi sem er sko alls enginn dans á rósum (ég skil reyndar ekki þetta orðatiltæki vegna þess að ég get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt að dansa á rósum þar sem þær eru ein þyrnahrúa, en það er annað mál) eins og fólk hefði hæglega getað getið sér til um. ó nei. áfanginn samanstendur af endalausum verkefnum ásamt heimildaritgerð uppá sjö til tíu blaðsíður sem gildir sextíu prósent af lokaeinkunn.
skilyrði áfangans eru að hafa áttatíu prósent mætingu ásamt því að lokaeinkunnin byggist hlutfalli mætingu.
viðurstyggilega stundataflan mín lenti þannig að allir mínir sögutímar eru minn fyrsti tími upphrópunarmerki.
með rökhugsun sést nú að mætingin mín í sögu er fyrir neðan allar hellur (þ.e.a.s. ekki viðunandi til að ná áfanganum) og ég næ henni ekki upp með neinu móti vegna þessarar draslóstundvísi, þ.e.a.s. ég get ekki mætt nógu snemma í fyrsta tíma upphrópunarmerki.

þetta angrar mig svo mjög.

ef ég verð í svona asnalega skilyrtum áfanga alltaf í fyrsta tíma á næstu önn þá ætla ég ýmist að segja mig úr honum eða bæta mér inní áfanga sem væri allavega einhverja daga vikunnar á undan fyrsta tíma dags hjá mér.

jæja þá hef ég tjáð mig um þetta mál.
núna er ég mjög þreytt. búin að horfa á
fyrsta þáttinn í
nýju ósí seríunni
tvisvar sinnum.
ójá. ég er betur sett en þið flest krakkar mínir.

og hann er svo skemmtilegur. var ég búin að segja frá því að ég horfði á síðasta þáttinn um daginn? langt á eftir öllum skomm. ég missti nefnilega af þessu drasli í sjónvarpinu.
það var vegna þess að ég átti manneskju að sem dánlódaði fyrstu tuttuguogþremur af tuttuguogsjö þáttunum, sem ég horfði á í maraþoni, langt á undan íslensku sjónvarpi, en svo átti ég manneskjuna ekki lengur að til þess að dánlóda restinni. þetta leiddi af sér að ég horfði aldrei á ósí í sjónvarpinu af því ég var búin að sjá þetta allt saman þannig að ég missti af því þegar rétti staðurinn byrjaði.
svokallaður páll dánlódaði þá mínum fjórum síðustu þáttum fyrir mig og er nú orðinn gallharður ósí aðdáandi.

það er núna hefð hjá okkur að hafa kósí ósí kvöld á laugardögum vegna þess að þá getur hann verið búinn að dánlóda einum þætti í viku. frá útlöndum úúú (sagt með pallastíl).

jæja. ég er farin í tímapásu. þetta er komið nóg.

kegs.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

skomm.

mér líður soldið ílla í hausnum núna. af hverju? já sá gleðispillir kallast bakkus. mig svíður líka í augun af þreytu. þetta eru allt mjög óþægilegar tilfinningar. þær eru fleiri.

FOKK það brakaði geðveikt hátt í úlnliðnum mínum.

íslenskuritgerð here i come.

föstudagur, nóvember 05, 2004

ég er mjög sniðug.
ég er búin að svokallað öppdeita línkana mína. þeir eru mjög skemmtilegir núna. í stafrófsröð.
ég gerði líka eitt ofboðslega skemmtilegt. af því stefán mjaðmameistari er svo neðarlega í stafrófinu og hann er uppáhaldsbloggarinn minn (og uppáhaldsmsningurinn minn en það er aukaatriði) og besti kommentarinn (ásamt björk reyndar líka en hún er svo ofarlega í stafrófinu að hún þarf engar svona ráðstafanir) þá setti ég aa- fyrir framan nafnið hans til að hafa hann fremst (það er einmitt mjög fyndið vegna þess að það er eins og þetta sé stefán sem er í aa-samtökunum, en hann er það alls ekki ha, ha).

tveir viðbættir eru:
johnny hot tub - öðru nafni bringujón - öðru nafni nonnabiti - öðru nafni heitapotts-jón - öðru nafni jón túrbó - öðru nafni jón heiðar - öðru nafni ha, ha.
hlynsi high fashion - sem kemur til af nýbreyttum fatastíl sem samanstendur af hvítum skóm og gullkeðjum - en öðru nafni hlynsi klikk - öðru nafni hlynur - öðru nafni ég geri það sem ég vil.

ánægjuleg blogg. annað þeirra inniheldur ljóð með orðinu klobbi í. sem ég man eftir frá því að ég var lítil.

okeyj bæj - öðrum orðum
kegs.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

FOKKÍNG JÁ fokkíng tussudrasl blogger er ekki búinn að virka hjá mér í tvö ár.
nei þetta var nú ýkjun. en mér er alveg sama.

það er ég var að hugsa um áðan er gussguss nei það er ekki satt.

ég var að hugsa að ég var aldrei búin að láta vita að það væru komnar örfáar nýjar myndir á myndasíðuna mína. af mér, dagný og bjögga. ég vildi setja fleiri, en þær voru of stórar (tölvumál sem ekki allir skilja, sorrý að þið séuð ekki jafn kúl og ég) og of lítið pláss (líka tölvumál) á myndasíðunni til að koma fleirum myndum frá þessum degi á síðuna.
það kemur seinna. ég læt bjögga bara gera það. hann er svo góður.

fyrir utan það að hann kemur ekki með manni útí búð að kaupa ís, sem er það fáránlegasta sem ég hef heyrt sirkabát.

stuttu seinna komst ég reyndar að því að ég á tvo svoleiðis vini í viðbót! þeir heita gurli og parli.
hvers konar vinir eru það sem fara ekki með manni útí búð að kaupa ís? enn fremur, hvers konar vinir eru það sem langar ekki það mikið í ís að þeir vilji fara út í búð að kaupa sér hann?! tjah, mér er spurn.

já svo ætla ég líka að bæta við einum línk. og kannski bráðum öðrum.
sá fyrri er vegna loforðs um klínk eða línk. þar sem ég á ekki klínk þá held ég að ég setji línk.
sá seinni kemur þegar ég hef fylgst með því bloggi um stund til að tryggja það að sá bloggari sé fyndinn og skemmtilegur og almennilegur bloggari. það kemur í ljós með tímans tönn.

það fær nefnilega ekkert blogg link hjá mér fyrren sannast hefur að það sé fyndið.

ég fór aðeins af þessari bloggfærslu til að finna smá upplýsingar um blogg eitt (samt öðru en áðurnefnt blogg sem ég á eftir að athuga betur) og komst að þeirri niðurstöðu að eigandi þess bloggs er alveg ágætlega fyndinn og ég ætla að gefa honum línk líka.

nú er ég að pæla í að fara þá að vinna að þessum línkamálum og kveð því í bili.

kegs.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

klukkutíma svefn nægir mér því ég er hörkutól NEI.
ég er svo þreytt að ég veit ekki hvað ég heiti. jú ég veit hvað ég heiti. ég heiti stefanía. maður tekur bara svona til orða ef maður er í emmhá.

drossían er komin að sækja mig. ég er nefnilega mjög rík og á einkabílstjóra NEI. en það er samt verið að sækja mig þannig að ég er farin.

löng færsla? já.

kegs.

mánudagur, nóvember 01, 2004

sko já.
þreytan er farin að sjást á mér svo langar leiðir að það nær ekki átt.
baugarnir ná svona sirka niður í kjarna jarðarinnar. og þeir eru fjólubláir.

helgin samanstóð af barnapössun og heimsóknum. ég spann.
spann ég eins og gömlu konurnar í gamla daga? nei ég spann táfýlu og nauðgun.
er þetta setning til þess að fá fólk til þess að hugsa "ha angaði hún af táfýlu? oj bara" og "ha var henni nauðgað?" spurningarmerki.
nei. ég var í frostspunamaraþoni í tvo klukkutíma. maraþonið stóð samt yfir í sólarhring þrátt fyrir að ég hafi bara verið á staðnum 1/12 tímans.

þar sem ég greip inní í eitt skiptið var ég fúl lítil stelpa sem reif skóinn af ingu og hún var með táfýlu. hún var samt ekkert með neitt mikla táfýlu, hún hélt því bara geðveikt mikið fram þannig að ég fékk það á heilann.

þar sem ég greip inní í eitt skiptið var ég að setjast á klósettið (sagt með geðveikt mikilli áherslu og gæsalappahreyfingu (af hverju? nú vegna þess að þetta var spuni og það var ekkert alvöru klósett heldur bara þóttist ég setjast á klósett)) og mótspinnarinn minn vildi ekki leyfa mér það heldur vildi geðveikt mikið gera eitthvað klámfengið með mér. eða þú veist. í spunanum. þetta var stelpa sko. og við snerum þessu uppí nauðgun.

það var samt pínu erfitt af því litlu systkinin mín sem eru tvíburar og eru segs ára voru að horfa. af því ég var að passa.
þau eru mjög fyndin sko. mm.

þetta sko. mm. var sko af því ég skrifaði sko púnktur svo hugsaði ég "ég vil frekar skrifa skomm af því það er miklu skemmtilegra orð en sko og það er miklu skemmtilegra að skrifa skomm en sko og það er miklu skemmtilegra að segja skomm en sko".
en sko málið með skomm er samt að ég segi aldrei viljandi skomm heldur lokar maður bara oftast munninum þegar maður er búinn að tala og þá hljómar það eins og skomm. og það er geðveikt skemmtilegt að skrifa skomm því þá les fólk það skomm. og það er bara geðveikt skemmtilegt.

mér er sagt að ég sé komin með svefngalsa. hver segir það? hún heitir sunna.

ég var að kaupa mér fjóra geisladiska.
ég er geðveikt ánægð.
á ég að telja þá upp?
nei ég ætla að sleppa því. af hverju? bara.

en ef forvitnin er að fara með ykkur þá vita þeir símann hjá mér sem málið kemur við og http://vit.is/spsms er tengill á bestu essemmesssíðu í heimigeimi. grín. samt bara með að þetta sé besta essemmesssíða í heimigeimi.
ég ætla minna fólk á að þessi essemmess eru nafnlaus þannig maður þarf að taka fram nafn. og númer ef essemmesssendandann grunar að essemmessviðtakandinn hafi ekki númerið hjá sér.

en jæja.
kegs.
 

© Stefanía 2008