föstudagur, febrúar 25, 2005

wouldn't it be nice if we were older
than we wouldn't have to wait so long
and wouldn't it be nice to live together
in the kind of world where we belong

-beach boys

fallegt.

þetta lýsir hugarástandi mínu nokkuð vel um þessar mundir. þetta ætti ekki að gera það þar sem ég er orðin átján ára og má lögum samkvæmt gera það sem ég vil.
sumir eru því hins vegar ekki sammála og eiga erfitt með að sætta sig við aldur minn.

það breytist eftir tvo mánuði og 20 sólarhringa.
það er það sama og sjötíuogníu sólarhringar.
eftir sjötíuogátta sólarhringa verð nefnilega ég búsett á akureyri. þá ræð ég.
ég get það. einhverjir halda að ég geti það ekki en ég get það. (ég gerði fyrst kommu á undan en-inu en af því að orðið en er samtenging og skiptir málsgreinum í setningar þá má ekki nota líka kommu - sem hefur einungis það hlutverk að skipta málsgreinum niður í setningar - því þá væri maður að skipta málsgreininni tvisvar á sama stað. það er rangt (þetta var málfræði í boði stefaníu)).
þetta eru einstaklingar sem áttu börn á mínum aldri.
flott, fólk. (hér er ég ekki að meina að fólkið sé flott heldur er ég að meina að þetta sé flott hjá fólkinu (í þessu tilviki mætti jafnvel nota kommu - þrátt fyrir að þetta sé í raun ekki fullmynduð málsgrein - og ég er að pæla í að gera það núna. en núna er komma þannig að þið lásuð þetta með kommu allan tímann og útskýringarnar þar með óþarfar. en ég ætla samt að hafa þær með)).

vá hvað ég hlakka til eftir sjötíuogáttasólarhringa.
vill einhver halda partý mér til heiðurs þá?

já og arnar er kominn með línk hjá mér.
hann er thugged out kvikmyndagaur sem er ógeð fyndinn. hann er góður í rassaklípi og það er okkar sameiginlega áhugamál. hann heldur auðvitað bestu matarboðin með langsvalasta borðskrautinu. hann talar mikið og hratt og segir oftast fyndna hluti.
first impression: vá ógeðslega fyndinn gaur að syngja ógeðslega fyndið lag sem heitir "ég er froskur". LOOOOOL þúveist! ooo emm gjé!

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008