undanfarið hef ég haft meiri áhuga á list - þá aðallega í formi ljóða og myndlistar. öll málverk sem ég sé fá mun meiri athygli frá mér en þau hafa gert hingað til. það sama á við um ljósmyndir og ljóð. það er svo gaman. fallegt málverk getur haft svo góð áhrif á mann.
af þeim fáu sem ég þekki núna er sigurður örlygsson mjög kúláðí að mínu mati. hans nýrri verk þá aðallega.
ég er samt ennþá svo mikill plebbi að ég kynnti mér hann ekki sjálf heldur horfði ég á mósaík. alveg óvart.
OH ég var að fatta að það leiddi til þess að ég missti af fyrri hluta judging amy! <- en arty. (kaldhæðni).
vá ég er að gera allt of mikið. tala á emmessenn. blogga. horfa á judging amy. langa í nammi. vera með hausverk. lesa ritdóm um ást og appelsínur. fletta upp ensku orði.
hmh. ég er fjölhæf, ekki satt? (við hvern var ég nú að tala?)
okeyj allavega. siggi örlygs. í mósaík. hann er soldið fyrir að mála andlit. hann man öll andlit sem tengjast honum og getur málað þau án fyrirmynda. það er mjög kúl. og það eru alltaf einhver mynstur sem tengja hlutina saman á myndunum hans. kannski rauður bakgrunnur og svo nokkrir hlutir sem mynda mynstur ef maður pælir í því. svo er þetta mjög fyndin gaur.
er ég vonnabí artý? það er ekki meiningin.
ég hef aldrei séð jafn atburðaríkan judging amy þátt! yngri bróðirinn kom meira að segja heim. vá.
og staupasteinn er að byrja á skjáeinum! vá hvað ég hlakka ógeðslega til. því ég var svo lítil þegar þessir þættir voru í sýningu á rúv að ég veit í rauninni ekkert um þá nema að intro-ið er aaaaawwwsome! total awsomeness. og ég elska það. og svo eru þetta fyndnir þættir. ég veit það líka.
vá hvað sjónvarpið er búið að koma mér ógeðslega mikið á óvart í dag!
eruði búin að sjá þáttinn um fegurðardrottningagerðina? the swan held ég að hann heiti. hann fjallar um nokkrar gellur sem fara í gegnum þriggja mánaða meikóver, involvíng lýtaaðgerðir og fleira - og þær fá enga spegla að sjá fyrren allt er yfirstaðið - eftir þrjá mánuði. hahahaha sjitt.
sú sem verður fallegust að ferlinu loknu verður krýnd "the swan" hahahahahahahaha sjitt. hahaha ég hef aldrei séð annan eins þátt.
brot:
kærasti einnar sem var að fara í meikóver:
"i just think that if she could gain a little more self-confidence our relationship would be so much better"
gellan sem var að fara í meikóver:
"bob and i have been intimate about seven or eight times in the last three years."
jæja. þetta var fjölþætt blogg.
kegs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli