sunnudagur, febrúar 27, 2005

umræða gærdagsins:
systir mín [við pabba]: heitir pjásan nokkuð lilla?
pabbi minn: sumir kalla hana lillu.
systir mín [við jafnaldra frænku sína]: sko! hún heitir ekki neitt lilla!
jafnaldra frænkan: víst heitir pjásan lilla!

hahaha. börn eru svo skemmtileg.

hólmfríður helga
(borið fram skýrt og greinilega) átti afmæli (borið fram skýrt og greinilega) síðastliðinn föstudag. það var awesome. hún hélt ofurteiti í tilefninu.
í fyrstu voru bara nokkrir skemmtilegir og sætir. bæði frá akureyri og reykjavík. það var aaawwwesome. ég bakaði franska súkkulaði köku henni til heiðurs. hún var því óviðbúin. það var awesome. awesome eins og ogsomm. sem er afbökuð mynd af ostaveislu. þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur - ef þið getið það yfir höfuð.
*lyftaskályfirhöfuðogsnúahenniíhringiyfirhöfðinu*.
-hahahahaha.

hmh franska súkkulaðikakan, já. ég á alltaf svo erfitt með að halda mér við efnið. hvort sem um er að ræða síma, blogg, emmessenn, andlit-til-andlits samræður (haha ég skrifaði fyrst samfræður sem er mjög fyndið vegna þess að þegar fólk er að eiga samræður er það einmitt oft að fræða hvort annað. haha sniðugt), essemmess og svo framvegis - eins og fram gerir (liðið þú veist).

já ókeyj franska súkkulaðikakan. ég bakaði hana og setti svo tuttugu kerti og jarðaber á hana og svo sungum við fyrir helgu og hún var að tala í símann og hún sagði "það eru tuttugu kerti" á háa sjéinu við þann sem hún var að tala við í símann eins og hún væri að fara að gráta og svo held ég að ég hafi séð tár og það var mjög gaman að gleðja hana svona.
hún er svo sæt. sæjt meina ég.

já semsagt svo troðfylltist míní íbúð mömmu zoe sem zoe fékk að halda teiti í, helgu til heiðurs. það var svo fullt að allir voru fullir hohohoho. HAHAHA sjitt mér fannst þetta fyndið. mjög fyndið. hahahaha. mér finnst líka fyndið að mér hafi fundist þetta fyndið.

til hamingju með afmælið hólmfríður helga sæjta í bleijka kjólnum með bleijku slaufunni.
-vá en gaman að setja joð í sæjta og bleijka.

ómar er kominn með gómsæta fólkið á hreint. það er mjög kúl að vera hluti af þeim merkilega lýð. ég er það. oh en kúl (næstum því eins og kú). til að komast að því hverjir tilheyra gómsæta fólkinu getið þið farið á bloggið hans á línkunum hér til hliðar.

mér líður awesomely. svo frábær vitleysingur var að segja svo frábæra hluti við mig í gær/í nótt/í morgun. lagið verður honum til heiðurs.

lagið: bill withers - i can't write left handed

lífið er frábært krakkar.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008