föstudagur, febrúar 04, 2005

halló.

vá ég held ég hafi aldrei heilsað með halló-i á blogginu mínu.

ég er komin til akureyrar - uppáhaldsstaðarins míns.
núna er ég í uppáhaldsherberginu mínu að horfa á uppáhaldsmálverkið mitt með löppina á uppáhaldsrúminu mínu (sem er samt ekkert svo þægilegt en hlutir þurfa alls ekki að vera þægilegir til að vera uppáhalds) sem er með eggjadýnu (sem ég elska).

ég var samt að fatta að þegar ég skrifaði að ég væri að horfa á uppáhaldsmálverkið mitt þá var ég bara að horfa á skjáinn. en ég var samt nýbúin að horfa á málverkið.

núna var ég að horfa á skyrdollu.
núna varasalva.
núna símann minn.
núna krínglóttan límmiða með svörtum hræddum ketti á gulum bakgrunni á hátalara. (vá það er ekki hægt að orða þessa setningu ekki asnalega. ef ég færi "á hátalara" fyrir aftan "krínglóttan límmiða" þá er eins og svarti hræddi kötturinn sé á hátalaranum en ekki límmiðanum. ég er lengi búin að stússast við þessa málsgrein - ég get sagt ykkur það).

mér er geðveikt kalt á tánum og ég er ennþá veik. þá er það á hreinu.

ég er að bíða eftir að guðjón komi að sækja mig og við förum í leiðangur að sækja dagný og sennilega nínu og förum til lísu að fá nammi og förum svo kannski til hildar í pulsubrauðapartý (það hlýtur að vera til fyrst að pulsupartý er algilt orð). en hver veit? (eins og það sé gaur sem heitir hver og hann viti það (þessi brandari verður aldrei þreyttur (eða ekki í mínum augum))).

mér líður mjög illa yfir einu. í upphafi blogghalds míns hét ég því að ég skyldi aldrei rita stóra stafi á blogginu mínu í þeim tilgangi að merkja sérnöfn eða upphaf á setningum.
í síðustu færslu var ég með afrit sem ég klippti af annarri bloggsíðu og þar voru stórir stafir til að merkja sérnöfn.
ég held þetta sé ekki brot á reglum. er það nokkuð?

jæja ég er að pælí að fara að lesa eða deyja úr veikindum eða eitthvað þannig.
ég auglýsi eftir akureyringum til að skemmta mér.

ef þið eruð þess virði að tala við þá vitiði númerið mitt.
<- grín eins og ég sé geðveikt kúl áðí.
en hringið.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008