miðvikudagur, febrúar 09, 2005

oh það er alltaf svo gaman að rífast neibb.

skólinn tók við í dag aftur.
athafnir í skólanum: læra.
já, hljómar rétt - en allir vita að skólanum fylgir meira en að læra. smá talital, smá sof jafnvel, smá afslapp o.s.frv. í dag gerði stefanía hins vegar lítið annað en að læra. (nema ég sofnaði inná bókasafni í 20 mínútur og síðustu tíu mínúturnar af þessum tuttugu voru einmitt upphaf næstu kennslustundar hjá mér. bömmer).

hmh í fréttum er þetta helst:
-ég er hálfviti.
-ég nenni ekki að stunda nám.
-ég nenni ekki að hreyfa mig.
-ég er ennþá kvefuð og hóstuð.
-ég vildi að ég gæti borðað fullt af nammi og súkkulaði án samviskubits og aukafitu.
-ég er í brýnni þörf fyrir klippingu, my ends are slittened.
-það er fullt af hressu og skemmtilegu fólki til.
-ég sakna akureyrar.
-ég sakna sérstaklega ákveðinna einstaklinga þar.
-ég elska hjálma.
-pissipiss.
-kúkikúk.
-grín.

á einhver umburðarlyndisskammt til að selja mér? ég auglýsi eftir umburðarlyndisskammti eða -kennslu.

ég er nú að upplifa eina af þeim stundum þegar manni finnst maður hafa tekið mjög ranga ákvörðun og manni líður eins og úrgangi mannkynsins.

vitiði hvað ég meina?


ég er komin með alltof persónulegt blogg!* þetta átti ekki að gerast! ég hef alltaf talað mun meira undir rós. lísa hefur verið manna duglegust í að benda mér á það. undanfarið er ég farin að tjá mig um líðan og gjörðir! hvað á þetta að þýða?
kannski hef ég alltaf gert það en er núna að fatta það.

-vá, þrjú upphrópunarmerki í segs málsgreina efnisgrein.
í tilefni þess:
!

í ljós kom að sálfræðikennarinn átti kristalskúlu neibb.
hún fann tengil á síðuna mína á bloggi frænda síns sem deilir með mér skóla (emmhá). já þetta var uppástunga margra fróðra manna, en mér þótti þetta of fjarstæðukennt til að geta staðist - þrátt fyrir að vera í raun eina sýnilega skýringin. gaman að þessu.

er þetta orðið of langt blogg? ég þarf hvort eð er að fara að lesa.

lagið:
hjálmar - hljóðlega af stað.

hugljúft.

kegs.

*=[já ég var að fjarlægja yfirlýsingu sem hefði gert þessa færslu persónulegri. hún var fjarlægð einfaldlega vegna þess að hún á ekki heima á veraldarvefnum.]

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008