föstudagur, febrúar 11, 2005

vá ég þoli ekki helvítis að taka drullustrætó!
ok. strætó. ok ég get alveg tekið undir staðhæfingar sumra bloggeigenda um að stundum séu strætóferðir alveg bærilegar.
bærilegar.

hins vegar, að taka strætó einhverjar leiðir sem eru manni áður óþekktar en maður hefur, kvöldið áður, reynt eftir bestu getu og mikilli hjálp bus.is (sem er frábær síða ég elska hana - nýja uppáhaldssíðan mín - ekki kaldhæðni) að komast að bestu leiðinni til að komast á áfangastað - leggja sig allan fram í púsla saman strætisvögnum á milli skiptistöðva - en það misheppnast, þá get ég ekki sagst bera mjög jákvæðar tilfinningar í garð íslenska strætisvagnakerfisins.

misheppningin:
ferðin hófst á því að ég horfði á strætó keyra burt af hlemmi. þegar ég spurði hlemmstarfsmann (svona mínútu eftir að stræó fór) hvort 12 (tólfan) hefði verið að fara á undan áætlun eða svona langt á eftir leit hann á úrið sitt og svaraði mér: "tólfan átti að fara fyrir u.þ.b. tíu sekúndum."
frábært - missti af strætó útaf óþolinmóðum bílstjóra. helvíti.
kom á daginn þegar ég kom uppí mjódd að strætóinn sem ég ætlaði að taka var nýfarinn! já frábært - enn seinni! svona var þetta þrátt fyrir að ég væri búin að reikna út að ég þyrfti bara að bíða í 4 mínútur í mjódd. helvíti.

á leiðinni til baka fór ég út í strætóskýli og athugaði hvort það væri ekki örugglega rétt hjá mér að ég þyrfti semsagt að bíða í tíu mínútur eftir strætó. jú það var rétt.
stefanía bíður.
og bíður.
og bíður.
lítur aftur á leiðakerfið, hmh hvað er að sjá hér?
jájá umræddur strætó byrjar að ganga á klukkustunda fresti klukkan helvítis níu! sem þýddi þar með að ég þurfti að bíða úti í ógeðslega köldu helvítis strætóskýli með kvef helvíti í helvítis hálftíma fokkhellsjitt!

þar að auki er þetta fokkdýrt.

ekki kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008