mánudagur, febrúar 07, 2005

það er eins gott að útiveran var sem minnst um helgina því ekki veit ég hvar ég væri stödd í heilsufari hefði ég eytt tíma mínum í útståelsi. gott að eiga heimahangara.

já ég lenti í mjög dularfullum hlut.

ég var að senda öllum kennurunum mínum ímeil um veikindi mín undanfarnar vikur (já vikur í fleirtölu því ég er búin að liggja í tvær vikur tvær helvítis tvær).
sálfræðikennarinn minn svaraði mér um hæl að hún teldi djamm á akureyri ekki vera að "liggja í rúminu óvinnuhæf".
í fyrsta lagi: hvernig vissi hún að ég var á akureyri!? mér finnst þetta mjög dularfullt. mjög. haha sjitt. ef einhver ber með sér skýringu á þessu atviki má hann deila henni með mér.
í öðru lagi: ég var frekar afslöppuð þessa blessuðu helgi og má segja að það hafi alls ekki verið djammið sem dró mig norður heldur eggjabakkadýnan og eigandi hennar og var mestum tímanum eytt rúmliggjandi.

um þessar mundir er ég að drekka mikið magn af trönuberjasafa. fróðir menn ættu þá að geta sagt sér hvað amar að líkama mínum um þessar mundir, ásamt afgangnum af flensunni sígildu auðvitað.
ég er loksins komin á lyf. allt ætti að fara að lagast.

ég veit um lækni sem sagði við sjúklinginn sinn þegar sjúklingurinn vildi fara í kynsjúkdómapróf (til öryggis):
l: "það þarf ekkert... nema þú sért lauslát og sofandi hjá útum allt"
s: "já nei alls ekki... mig langaði bara að athuga, maður veit aldrei - getur klamydía ekki verið einkennalaus alveg heillengi til dæmis?"
l: "neinei alls ekki. þetta er bara aukafyrirhöfn og þú þarft að borga áttahundruðkrónur auka fyrir svona próf... áttu kærasta? er hann að halda framhjá þér? þarft ekkert að athuga þetta nema þú sért sofandi hjá útum allt eða kærastinn þinn þér ótrúr."
s: "já nei eða já ok takk"

svona sirka. viljiði pæla? þetta gerðist í alvöru. síðast þegar ég vissi var klamydíupróf free of charge. þetta er latasti og leiðinlegasti læknir sem ég veit um.

jæja. ég ætla að fara að lesa ógeðslega mikið eins mikið og ég get vá hvað ég á eftir að læra mikið. mikið mikið. en ég get þetta. þetta er ekkert mál. bannað að mikla hlutina fyrir sér. þetta er í raun ekkert svo mikið.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008